Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Qupperneq 96
Hvammur í Dalasýslu.
Það mun vera of lítið gjört að því, að skrásetja örnefni í landi
jarða, sérstaklega merkra landsnámsjarða. Mörg örnefnanna munu
vera mjög gömul, jafnvel frá landnámstíð, eða litlu eftir það tímabil.
Fyrri kynslóðar fólk hafði gott minni, þuldi sögur og ljóð utanbók-
ar, jafnvel heilar bækur. Margir fyrri tíðar menn æfðu svo vel huga-
reikning, að þeir jöfnuðust á við beztu stærðfræðinga nú á tímum. Því
miður mun fátt af nútíðarfólki komast í nokkurn samanjöfnuð við
eldri kynslóðar fólk í því efni, þó að menntun þess væri engin, nema
sjálfsmenntun. Minni nútíðarfólks virðist vera að þverra, þrátt fyrir
allan lærdóm og menntun, sem það nýtur. Hvernig sem á þessu stend-
ur, er það, sem margt fleira, eftirtektarvert, og ætti að gefa því meiri
gaum en gjört hefir verið. Mun vera oflítið gjört að því að glæða hugs-
unarhátt og minni unglinganna á hinu fagra og góða.
Það virðist ekki neinn óþarfi, þó að settar væru einhverjar skorð-
ur við, að örnefni týndust með öllu, og það væri gjört sem allra fyrst.
Ein af hinum merkari landnámsjörðum er Hvammur í Dalasýslu,
og þar er mikið og stórt land fullt af örnefnum. Þeir, sem fróðastir
hafa verið um örnefni þar, munu nú óðum vera að týna tölunni. Svo
mun og víðar eiga sjer stað. Þess vegna er jeg að skrifa þessar línur.
Þá er jeg var barn, átti jeg heima í Hvammi í fimm ár. Flutti
þaðan með móður minni, þá er jeg var sjö ára, en flutti þangað aft-
ur, þá er jeg var tuttugu ára gamall. Þar af leiðandi festust í minni
mjer örnefni í landi þessarar fögru landnámsjarðar, sem áður fyr
var talin hafa svo margt og mikið til síns ágætis, ein af mestu höfuð-
bólum hjeraðsins. Um þá jörð getur átt við hið fornkveðna, „að hún
megi muna fífil sinn fegri“. Þá er jeg flutti frá Hvammi, árið 1870,
var túnið allt girt með grjót- og torf-görðum, enda þótt mjög stórt
sje, talið vera um 86 vallardagsláttur. Það verk innti af hendi sjera
Þorleifur Jónsson prófastur á skólaárum sínum, að hann sagði mjer
sjálfur. Mun hann hafa verið albúinn með það verk um 1820. Um það
bil — 1819 — var hann vígður aðstoðarprestur til föður síns, sjera