Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Side 109
101
Um 1870 rann Hvammsá með Móholtinu (39), en svo heitir hátt holt
fyrir vestan Hvammsá. Við suðurenda Móholtsins beygði áin til vest-
urs og rann með Hofakursbörðunum. Síðan hefir hún fært sig áfram
austur á eyrarnar og brotið meira og minna af þeim á hverju ári,
svo að nú er það land orðið að grjóteyrum, sem áður var iðgrænn
grasvöllur. Prestseyrin, sem kölluð var, var miðbilc eyranna; var
hún afgirt með torfgöi’ðum, sem vel sást fyrir árið 1870, og líklega
talsvert lengur. Meiri part af Prestseyrinni er Hvammsá búin að róta
í burtu og eyðileggja. Kunnugir menn geta þó sjeð rönd eftir af þess-
ari eyri. Neðst á Hvammseyrunum, nálægt Hormó, sem er í Skerð-
insstaðalandi, er djúpur pyttur, sem Útburðarpyttur heitir (40).
Pyttur þessi mun aldrei þorna, þótt miklir þurkar sjeu að sumri til.
Þess er áður getið, að landamerki millum Hvamms og Skerðingsstaða
sjeu úr Merkjagjá (30) í Merkjastein (31), og eru þau þaðan sjón-
hending í Útburðarpytt (40) og þaðan í Hvammsá. Gamlar sagnir eru,
að fyr á öldum hafi börnum, sem systkin áttu saman, verið drekkt í
þessum pytti, og af því hafi pytturinn fengið nafnið. Um pyttinn og
þessar sagnir verður síðar getið nánar. Hvammseyrarnar eru taldar
frá Útburðarpytti að Ennum (41)', sem er bungumyndaður rani með-
fram vesturrönd Hvammstúns, og ná þær norðvestur að Paradís (42)',
sem er lítill hvammur rjett við túnið, en áin er nær því búin að brjóta
hann allan af landinu. Ennin eru vanalega blaut af uppgöngum undan
Hvammstúni og vatni úr Bæjarlæknum, sem dreifir sjer út um þau.
Fyrir norðan Hvammstúnið taka við móar, sem enda kipp fyrir norð-
an túnið. Móar þessir eru kallaðir Lægra-Móabarðið (43). Takmark-
ast það af Hvammstúninu að sunnan, Hvammsá að vestan, Barðinu
sjálfu að norðan og Hærra-Móabarðinu (44)' að austan. Hærra-Móa-
barðið nær norður að Þverá, austur að Þverdalsleiti (45); svo heitir
leiti (hvarf) í Þverdalsmynninu og suður að Hvammstúni. Þverdalur
(46) ' opnar sig á Þverdalsleitinu og liggur fyrst til austurs, en smá-
beygir svo til norðurs. Áin, sem rennur eftir Þverdal, heitir Þverá
(47) . í hana renna 6 gil úr austurhlíð dalsins, en tvö úr vesturhlíð-
inní, og eitt er fyrir botni dalsins, sem aðaláin myndast af. Þverá
rennur í þröngum klettagljúfrum frá norðri til suðurs, en beygir síðan
til vesturs fyrir sunnan Mannsf jall (48)'; svo heitir keilumyndað f jall,
sem er á millum Þverdals og Skeggjadals. Þverá rennur í Hvammsá
skammt fyrir norðan Lægra-Móabarðið (43)'. Fyrir norðan vestari
enda Móabarðsins er mýri, sem Álfhólsmýri heitir (49) ; liggur hún að
háum hól, sem Álfhóll heitir (50); rennur Þverá norðan hólsins. en
Hvammsá að vestan. Fyr á tímum var fullyrt, að margt huldufólk