Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Qupperneq 111
103
irnar (63); ber þær hæst á fjallinu. Á hæðum þessum eru náttmál
frá Hvammi. Fyrir norðan Gullbrárgil er klettabelti miðhlíðis, sem
Gullbrárhjalli heitir (64). Uppi á þeim hjalla er allstór grasbreiða,
sem Langi-blettur heitir (65). Hlíðin fyrir innan Gullbrárhjalla er
klettalaus. Var venja að fara upp og ofan hlíðina með klyfjaða hesta,
þá er verzlað var í Skarðsstöð frá Hvammssveit. Var þá farið fjall
frá Hvammi og komið ofan í Hvarfsdal. Var farið með syðri enda
Skeggaxlar og vestur sandana fyrir sunnan Hvarfdalsdrögin. Vegur
þessi er alt annað en fljótfarinn, en miklu skemmri en að fara í
kringum alt Klofningsfjall, sem einnig var seinfarinn og slæmur veg-
ur. Einnig var farið frá Knararhöfn norður f jallið vestan Skothryggj-
ar, og með suðurenda Skeggaxlar. Var þar komið á sömu leið og farið
var frá Hvammi, þá er átti að fara vestur yfir fjall.
Fyrir norðan Náttmálahæðir taka við svo-nefndar Dýjatungur,
sem eru þrjár, Heimasta-Tunga (66), Mið-Tunga (67) og Fremsta-
Tunga (68). Þessar tungur eru aðgreindar af 3 giljum, sem bera
sama nafn og þær. Þegar þar er komið norður í fjallið, heitir dalurinn
ekki lengur Skeggjadalur, heldur Rang(h)ali (69). Dalurinn er þar
orðinn mjór og þröngur, en klettalaus vestan árinnar. Eitt gil er fyrir
botni dalsins, sem aðaláin myndast af og heitir Ranghalagil (70).
Norðvestur af Ranghala er talsvert stórt hraun, sem heitir Skegg-
axlarhraun (71). Eru þá rakin öll örnefni Skeggjadals vestan
Hvammsár.
Verða því næst rakin örnefni á Skeggjadal austan Hvammsár,
og byrjað norðast í dalbotninum, Ranghala, og haldið heim Skeggja-
dal vestan Mannsfjalls (48) að Þverá (47).
1 austurhlíðarbrún Ranghala er klettabelti, sem heitir Votubjörg
(72). Fyrir sunnan þau er dalurinn mjóstur, og á kafla er þar mjög
tæpur vegur, enda heitir gatan þar Tæpa-gata (73). Eftir þeirri götu
geta ekki skepnur gengið samhliða fyrir því, hve vegurinn er tæpur.
Suður frá Votubjörgum hækkar fjallið til muna, og er allra-hæst
gegnt Tæpu-götu. Hæst á f jallsbrúninni er hár hóll, sem heitir Sjónar-
hóll (74). Af honum er mjög víðsýnt. f góðu skyggni sjest norður á
Húnaflóa, Vatnsdalsfjöll og víðar þar norður um. Enn fremur sjest
víða um fjallgarðinn, í mörg daladrög, sem að Skeggöxl liggja, svo
sem drög Lambadals, Sælingsdals, Traðardals og Fagradals, auk
Skeggjadals og Þverdals, sem þar eru í námunda við. Fyrir sunnan
Tæpu-götu og Sjónarhól tekur við allvíðáttumikið landsvæði, hallandi
til suðvesturs, sem einu nafni er kallað Hálsinn (75). Hálsinn tak-
markast af Tæpu-götu og Sjónarhól að norðan, Mannsfjallinu (48) að
sunnan, hryggrana, sem liggur frá Sjónarhól að Mannsfjallinu og