Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Qupperneq 122
114
Landnáma, III., 1. Ekkert er sennilegra en að þeir feðgar, Eysteinn
og Álfur, hafi búið í Haukadalnum á einhverri beztu jörðinni, Jörfa,
Stóra-Vatnshorni eða Vatni.8)Mjer þykir Stóra-Vatnshorn líklegastur
bústaður Eysteins,8) en hvar Álfur úr Dölum hefir búið, eftir að hann
fjekk Halldísar, dóttur Erps á Erpsstöðum, þangað til hann hefir
flutt „ór Dölum“, sem viðurnefnið, þannig notað, bendir til,8) er gáta,
sem seint verður ráðin, en Haukadals-jarðir eru ekki ólíklegri en aðr-
ar jarðir í Dölum til bústaðar þeim hjónum.8) Mjer hefir oft komið
í hug: Kvennabrekka, Sauðafell, en við nánari athugun virðist Vatn
líklegasti bústaður hans. Þegar Álfur síðan fer brott „ór Dölum“,8)
er þess hvergi getið, hvert hann hefir farið, en dætur hans gift-
ast út í Hnappadalssýslu, Unnur, og vestur á Reykjanes í Barða-
strandarsýslu, Þorgerður. Að Vatni hefir síðan komið Þorbjörn at
Vatni (Þorbjörn enn haukdælski), eftir því sem Landnáma, II., 17, og
18., tvívegis staðhæfir, og e.fr., að dóttir hans, Hallfríður,9) átti fyrir
mann Höskuld Dala-Kollsson. Úr því að Þorbjörn þessi ekki getur verið
landnámsmaður í Haukadalnum, hefir hann verið fjesterkur10) og
keypt sér ábýlið Vatn. Hann hefir líka haft all-mikið um sig, því að
þegar hann giftir Eiríki í’auða Þjóðhildi stjúpdóttur sína, þá leitar
Eiríkur inn að Vatnshorni og ryður lönd, og reisir bæ sinn á Eiríks-
stöðum.
„Hella-Björn, son Herfinns ok Höllu, var víkingr mikill; hann var
jafnan óvin Haralds konungs; hann fór til íslands, ok kom í Bjarnar-
fjörð með alskjölduðu skipi; hann nam land frá Straumnesi (á Horn-
ströndum) til Dranga; hann bjó í Skjalda-Bjarnarvík, en átti annat
bú á Bjarnarnesi; þar sjer miklar skálatóftir hans. Son hans var
Þorbjörn, faðir Arngerðar, er átti Þjóðrekr Sljettu-Bjarnarson; þeira
synir Þorbjörn ok Sturla ok Þjóðrekr“; Landn., II., 31.
Jeg tel sæmilega víst, að þessi Þorbjörn, son Hella- eða Skjaldar-
Bjarnar, sje Þorbjörn at Vatni. Hin rangstæða landnámsgrein, í Land-
námu, II.,-25., um Kolla Hróaldsson, sem jafnframt er látinn vera
Dala-Kollur, bendir í þessa átt, „. ... hans son var Höskuldr, er átti
Hallfríði, dóttur Bjarnar, er nam Bjarnarfjörð fyrir norðan Stein-
grímsf jörð“. Hjer er að vísu sagt rangt um faðerni Hallfríðar, sem var
8) Allt lauslegar ágizkanir.
9) Melabók segir, að Höskuldur hafi átt systur þorbjarnar, Jórunni, og
kemur það betur heim við tímatal og Laxdæla-sögu (9. k.). — Um þetta
meira síðar.
10) í Laxdæla-sögu segir, að Björn, faðir Jórunnar, hafi verið „auðigr
at fé“.