Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Page 124
116
Jeg tel því vafalaust, að Þorbjörn úr Bjarnarfirði enum nyrðra hafi
fengið jörð eða jarðir í Haukadal hjá þeim feðgum Eysteini og Álfi13)
og flutt sig þangað að norðan. Hann hefir, ef til vill, byggt á Vatni, í
landnámi þeirra,13) nýtt býli og, ef til vill, keypt Vatnshorn, þannig, að
Eiríkur rauði fengi það, er það losnaði. Er dæmi um þess háttar kaup,
þegar Þorsteinn hvíti keypti Hofslönd í Vopnafirði, en varð að búa á
Tóftavöllum nokkur ár, þar til, að Hof losnaði úr ábúð. Eiríki ent-
ist illa dvölin í Haukadal, sem kunnugt er, en Þorbjörn, stjúpi konu
hans, varð að leysa út heimanfylgjur Þjóðhildar, Hallfríðar og líklega
Jórunnar systur sinnar. Þegar Hrútur krafði Höskuld móðurarfs,
>rarð Höskuldi ógreitt um að svara honum út. Jeg get mjer til, að
þá hafi Þorbjörn at Vatni hlaupið undir bagga með Höskuldi. Hann
hafi lagt til löndin, er áður höfðu tilheyrt Haukadalnum, sem Þórhild-
ur, dóttir Þorsteins rauðs, fjekk í heimanfylgju, er hún giftist Ey-
steini meinfret. Þessi lönd hafi Þorbjörn at Vatni átt síðar og goldið
þau Höskuldi, svo að hann gæti lagt þau Hrúti bróður sínum í móð-
urarf.
1 áður tilvitnaðri grein úr Njálu, um tal þeirra Marðar gígju og
Höskuldar, er eitthvert rugl eða brengl á örnefnum. Það sem Hrútur
fjekk sunnan við það, sem nú er kallað Hálsinn,14) en til forna hefir
verið Kamburinn15) (þar er Kambsnes, það er yzta áin), hlýtur að hafa
komið frá Þorbirni,10) en það er Hrútsstaðaland, nú Hrútsstaða og
Þorbergsstaða, og öll kinnin norðan Haukadalsár upp til Þverár* *) í
Þverárdal, innan við Köldukinn. Þetta er í sjávargötu Haukdæla norð-
an ár. Af þessu landi er nú í Laxárdalshreppi Rútsstaðir, Þorbergs-
staðir og Lækjarskógur, en í Haukadalshreppi eru Þorsteinsstaðir
tvennir og Kaldakinn, auk nýbýla, og loks er býli á Þverdal, er heit-
ir Skógsmúli (nú 16 hundraða jörð), er heyrir til Miðdalahreppi,
og verða Miðdælir að fara yfir þveran Haukadalshrepp, til þess að
komast þangað. Jeg tel vafalaust, að þessi ruglingur á sveitfesti þess-
arar fögru hlíðar sunnan Höskuldsstaðahálsins,14) eins og hann er oft
nefndur og rjett nefndur nú á dögum, eigi rót sína að rekja til þeirr-
13) pað byggist ekki á öðru en ágizkun höf. á bls. 114.
14) p. e. Laxárdalsháls.
15) pað nafn þekkist ekki á Laxárdalsliálsi, enda liefði það átt illa við. —
í Landnámabók og Laxdæla-sögu er sagt frá tilefninu til nafnsins á nesinu,
svo sem kunnugt er.
16) Samkvæmt ágizkun höf.
*) Njála heíir þrándargils, en .það er í miðjum Laxárdal. Höf.