Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Qupperneq 130
122
ekkert tillit takandi, er dæmt skal um það, hvað þessi saga upphaflega
hefur verið kölluð, heldur til hinnar elztu heimildar um það, 220. kap.
í Ólafs sögu Tryggvasonar hinni miklu, og jafnframt til skinnhandrits-
ins, A. M. 557, 4to, Skálholtsbókar, þar sem hún er með sínu nafni
skrifuðu blátt áfram og fordildarlaust, og í engum öðrum tilgangi en
þeim, að greina venjulegan titil hennar.
Þessar athugasemdir um hið upprunalega og rjetta nafn á Eiríks-
sögu eru framkomnar hjer að þessu sinni vegna greinar í Skírni í fyrra
(CXIII. árg., bls. 60—79) eftir dr. Björn Þórðarson Iögmann, þar sem hann
taldi það fráleitt, að nefna hana Eiríks sögu rauða. Að sönnu höfðu þeir
Gustav Storm(í formálanum fyrir útg. sinni af sögunni, bls. IX—X) og Finn-
ur Jónsson (í Litt. hist., II., bls. 640) bent á, að þetta væri hið upprunalega
nafn hennar. Dr. Björn álítur (í grein sinni), að skoðun Gustavs Storms, að
þáttur Eiríks rauða í Ólafs sögu Tryggvasonar í Flateyjarbók hafi verið tek-
inn úr Eiríkssögu rauða, verði að »telja alveg fallna úr sögunni,« og
að frásögnin í Ólafssögu um Eirík sanni því ekki n.útt um það,
að »saga Eiríks« sje sama sagan og Eiríks saga rauða. — Eins og
Storm tók rjettilega fram (á bls. IX) í formálanum fyrir útgáfu sinni af
Eiríkssögu og svo sem hjer hefir nú verið bent á, hafði annar kapí-
tulinn í henni verið tekinn, nokkuð styttur, upp í Ólafs sögu Tryggva-
sonar hina miklu (sem hann taldi, eins og áður er sagt hjer, vera frá
fyrri hluta 14. aldar), og eins og Storm tók fram einnig, bera öll hand-
rit af þessari sögu, ásamt Á. M. 557, 4to, vitni um það, hvað sje hið
forna nafn á Eiríkssögu. En »Þáttr Eireks rauða«, 1. kap. hans, í Ólafs
sögu Tryggvasonar í Flateyjarbók, 340. kap. í sögunni, svo sem hún
er þar, er svo aftur tekinn með þeirri sögu allri, Ólafs sögu Tryggva-
sonar hinni miklu, aukinni ennþá meira, upp í Flateyjarbók, en hann
er ekki tekinn í hana beinlínis úr sögu Eiríks rauða, hana hefur Jón
prestur Þórðarson líklega ekki þekkt, er hann setti saman Flateyjar-
bók, og Jón hefir ekki heldur tekið þennan 1. kap. Eiríksþáttar sír.s
beint upp úr Landnámabók, nema að mjög litlu Ieyti, — viðauka við
kapítulann, svo sem hann var fyrir í Ólafssögu1). Eins og sá, er sett
hafði saman Ólafssögu sem fyllsta, eins var Jón prestur enn að hinu
sama; tilgangur hans var ekki að rita Eiríkssögu sem fyllsta, og því
hefur hann ekki ritað þennan kapítula upp allan eins og hann hafði
upprunalega verið ritaður í Landnámabók. — Jón ritaði Ólafssögu í
Flateyjarbók 1387(?), eða líklega nær 100 árum síðar en sú saga hafði
verið sett saman. — Finnur Jónsson afsannaði vitanlega ekki skoðun
Gustavs Storms um hið forna nafn á Eiríkssögu. Hann mun hafa haft
i) ísl. fornr. IV. b., bls. LXXXVII-LXXXVIII og 243,