Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Page 135
127
Olafssögu hafi haft fyrir sjer fyllri gerð af Eiríkssögu; en svo bætir
hann því við, að með því að líta svo á, fáist skýring á því, sem
Standi í neðanmálsgrein, er hann gerir við viðaukann við kapítulann,
svo sem hann er í Olafssögu, þann viðauka sem getið var hjer áður.
Hann hefst á orðunum: »Eiríkr bjó í Brattahlíð í Eiríksfirði.« Segir
Storm í þessari neðanmálsgrein, að viðaukinn sje ekki í þeim tveim
handritum, er hann gaf söguna út eftir (Hauksbók og Skálholtsbók),
en sje tekinn eftir Ólafssögu. En hann hljóti að hafa verið í Eiríks-
sögu upphaflega, því að síðar í henni, í 4. kap., sje svo að orði kom-
izt sem það hafi áður verið gefið til kynna, að Eiríkur hafi búið í
Brattahlíð; enda sje viðaukinn eins og annað í kapítulanum runninn
frá Sturlubók. Og svo nefnir Storm enn fremur, sem vitnisburð um það, að
ritari Ólafssögu hafi haft nokkru fullkomnari gerð af Eiríkssögu fyrir
sjer, að hann hafi að sumu leyti betri lesháttu en sjeu í henni (þ.e. Eiríks-
sögu) nú, og sem dæmi þess bendir hann á aðra neðanmálsgrein, sem
er m. a. um það, að í Eiríkssögu segi, að jökullinn, er Eiríkur kom
að fyrst á Grænlandi, heiti Bláserkur (í Skálholtsbók: Hvítserkur), en í
Landnámabók segi, að hann hafi komið fyrst að Miðjökli þar sem
Bláserkur heiti, og muni hinn upphaflegi lesháttur í Eiríkssögu hafa
verið á þá lund, því að í Ólafssögu standi svo: »kom utan at þar sem
hann kallaði miðiökul. sa heitir nu BIaserkr.« En jafnframt bendir
Storm á það, að það sje Ólafssaga ein, sem segi það, að Eiríkur
hafi gefið jöklinum nafnið Miðjökull, og að sennilega sje það nafn
síðar til komið, eftir að fundinn hafi verið hinn mikli jökull, sem þar
sje nokkru norðar.
Pótt nú væri fallizt á allt þetta, sem Storm þykir benda á, að
ritari Ólafssögu hafi haft fyrir sjer nokkru fullkomnari gerð af Eiríks-
sögu en nú er til, þá er þetta svo smávægilegt, að ekki verður ætlað,
að hann fyrir það hafi, er hann ritaði þetta (1891), ekki lengur verið
þeirrar skoðunar, sem hann hafði áður látið í Ijós (1887), að Eiríks-
saga væri til heil enn.
En um þetta sama, sem Storm gat um í formálanum (1891) og
nú var til tínt, er annars það að segja, að í rauninni er engin ástæða
til að draga þá ályktun af þessu, nje neinu öðru í Ólafssögu, að rit-
ari hennar hafi haft fyrir sjer nokkru fyllri gerð af Eiríkssögu en nú
er til. Ritari Ólafssögu hefir sýnilega verið mjög vel fær um það, að
gera þær smávægilegu breytingar á frásögninni, sem hjer er um að
ræða, geta um Leif á eðlilegum stað í þessum kapítula, þar eð hann
ætlaði sjer ekki að taka 5. kapítula eins og hann er, heldur lítinn út-
drátt af honum, geta um Bláserk á líkan hátt og hann kann að hafa
sjeð, að gert var í Sturlubók, — því að hana virðist hann hafa haft