Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Síða 135

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Síða 135
127 Olafssögu hafi haft fyrir sjer fyllri gerð af Eiríkssögu; en svo bætir hann því við, að með því að líta svo á, fáist skýring á því, sem Standi í neðanmálsgrein, er hann gerir við viðaukann við kapítulann, svo sem hann er í Olafssögu, þann viðauka sem getið var hjer áður. Hann hefst á orðunum: »Eiríkr bjó í Brattahlíð í Eiríksfirði.« Segir Storm í þessari neðanmálsgrein, að viðaukinn sje ekki í þeim tveim handritum, er hann gaf söguna út eftir (Hauksbók og Skálholtsbók), en sje tekinn eftir Ólafssögu. En hann hljóti að hafa verið í Eiríks- sögu upphaflega, því að síðar í henni, í 4. kap., sje svo að orði kom- izt sem það hafi áður verið gefið til kynna, að Eiríkur hafi búið í Brattahlíð; enda sje viðaukinn eins og annað í kapítulanum runninn frá Sturlubók. Og svo nefnir Storm enn fremur, sem vitnisburð um það, að ritari Ólafssögu hafi haft nokkru fullkomnari gerð af Eiríkssögu fyrir sjer, að hann hafi að sumu leyti betri lesháttu en sjeu í henni (þ.e. Eiríks- sögu) nú, og sem dæmi þess bendir hann á aðra neðanmálsgrein, sem er m. a. um það, að í Eiríkssögu segi, að jökullinn, er Eiríkur kom að fyrst á Grænlandi, heiti Bláserkur (í Skálholtsbók: Hvítserkur), en í Landnámabók segi, að hann hafi komið fyrst að Miðjökli þar sem Bláserkur heiti, og muni hinn upphaflegi lesháttur í Eiríkssögu hafa verið á þá lund, því að í Ólafssögu standi svo: »kom utan at þar sem hann kallaði miðiökul. sa heitir nu BIaserkr.« En jafnframt bendir Storm á það, að það sje Ólafssaga ein, sem segi það, að Eiríkur hafi gefið jöklinum nafnið Miðjökull, og að sennilega sje það nafn síðar til komið, eftir að fundinn hafi verið hinn mikli jökull, sem þar sje nokkru norðar. Pótt nú væri fallizt á allt þetta, sem Storm þykir benda á, að ritari Ólafssögu hafi haft fyrir sjer nokkru fullkomnari gerð af Eiríks- sögu en nú er til, þá er þetta svo smávægilegt, að ekki verður ætlað, að hann fyrir það hafi, er hann ritaði þetta (1891), ekki lengur verið þeirrar skoðunar, sem hann hafði áður látið í Ijós (1887), að Eiríks- saga væri til heil enn. En um þetta sama, sem Storm gat um í formálanum (1891) og nú var til tínt, er annars það að segja, að í rauninni er engin ástæða til að draga þá ályktun af þessu, nje neinu öðru í Ólafssögu, að rit- ari hennar hafi haft fyrir sjer nokkru fyllri gerð af Eiríkssögu en nú er til. Ritari Ólafssögu hefir sýnilega verið mjög vel fær um það, að gera þær smávægilegu breytingar á frásögninni, sem hjer er um að ræða, geta um Leif á eðlilegum stað í þessum kapítula, þar eð hann ætlaði sjer ekki að taka 5. kapítula eins og hann er, heldur lítinn út- drátt af honum, geta um Bláserk á líkan hátt og hann kann að hafa sjeð, að gert var í Sturlubók, — því að hana virðist hann hafa haft
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.