Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Blaðsíða 136
128
einnig og tekið upp úr henni hinn iitla viðauka við kapítulann, sem
áður var getið um og Storm nefnir einnig í þessu sambandi, svo sem
nú var tekið fram. En raunar 'er það ekki alveg víst, að sá, er setti
saman Ólafssögu, hafi sett þennan litla viðauka við kapítulann, því að
hann er að eins í einu handriti af henni (Á. M. 61 í arkarbr.), og í
Flateyjarbók, en í 3 öðrum handritum af henni er hann ekki, heldur
er í þeim enn annað og allsendis ólíkt niðurlag1). — Síðasta athuga-
semdin í þessum viðauka við kapítulann (í Á. M. 61 í arkarbr. og
Flateyjarbók), um tímatal, svo sem Storni getur um, nefnilega sú, að
þeir Friðrekur byskup og Þorvaldur Koðránsson hafi farið utan á því
sama sumri, sem Eiríkur fór að byggja Orænland (986), er ekki tekin
úr Sturlubók. Hefur sá, er setti saman Ólafssögu, eða einhver skrifari
síðar, sett þá athugasemd til viðbótar, og virðist ekki nein ástæða til
að ætla, að hún sé tekin úr neinni fyllri gerð af Eiríkssögu. Henni
sýnist hafa verið bætt við (svo sem til leiðrjettingar eða til fyllri vissu)
tímatalsákvörðun Sturlubókar, sem er ekki rjett: »XV vetrum (í stað
XIV) fyr en kristni var í lög tekin á íslandi.« — En að því er við-
víkur setningunum um Bláserk í Sturlubók, Eiríkssögu og Ólafssögu,
er það að segja, að það virðist varla eðlilegt að líta svo á sem les-
háttur Ólafssögu sje þar betri en Eiríkssögu, svo sem hún er í Hauks-
bók, úr því að það er rangt, einmitt að áliti Storms, sem stendur í
Ólafssögu, að Eiríkur hafi kallað Bláserk Miðjökul, en hitt rjett, sem
stendur í Eiríkssögu í Hauksbók. Það er auðsjeð, að sá, er setti sam-
an Eiríkssögu, hefir álítið eðlilegra að orða setninguna eins og hann
gerði það (samkv. Hauksbók) en að rita hana alveg eins og hún er í
Sturlubók, og samkvæmt þeim hugsunarhætti er einnig hinn rjetti
(þ. e. Hauksbókar) lesháttur Eiríkssögu betri. Sá, er setti saman Ei-
ríkssögu, hefir gjört svipaðar orðabreytingar á frumtextanum, er hann
skrifaði hann upp, t. d. í upphafi þessa sama kapítula, í frásögninni
um Gunnbjörn Úlfsson og víðar, svo sem hver maður getur sjeð við
samanburð, en engar eru þessar breytingar stórvægilegar, nema helzt
sú, sem var raunar sjálfsögð leiðrjetting, að telja Þorbjörn, en ekki
Þorgeir meðal þeirra vina Eiríks, sem fylgdu honum út um Breiða-
fjarðareyjar, er hann fór að leita þess lands, sem Gunnbjörn hafði sjeð2).
— En vitanlega er útdrátturinn í Ólafssögu úr þessum 2. kap. Eiríkssögu
í heild sinni, samkvæmt því, sem honum er ætlað að vera, ekki á þá
!) Sbr. Fornms., II. b., bls. 215, og útg. Storms af Eir. s. r., bls. 51.
2) Aðra villu í Sturlubók, að Eiríksey sje nær miðri Vestri-byggð, hefir þeim,
er setti saman Eiríkssögu, sjezt yfir að leiðrjetta. Sú villa er leiðrjett í Landnb. í
Hauksbók og í Ólafssögu, en það ber samt ekki vott um neina fyllrí gerð af Eiríks-
sögu, þar sem það hafi verið gert áður.