Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Page 137
129
leið, að sagt verði, að hann beri vott um það, að sá, er gerði hann,
hafi haft fyrir sjer fyllri gerð af Eiríkssögu.
Finnur Jónsson setti fram þá skoðun í bókmenntasögu sinni1), að
Eiríkssaga hefði upphaflega byrjað á frásögn um Þorvald Ásvaldsson
á Dröngum og Eirík rauða, son hans, þ. e. á líkan hátt og gert er
með 2. kapítula, en af því að í honurn er getið um, hver kona Eiríks
var og það sagt aftur í upphafi 5. kap., áleit Finnur, að 2. kap. kynni
að hafa verið settur sein upphaf sögunnar í stað hins frumlega upp-
hafs, og þetta þó því að eins, að kapítulinn hefði verið tekinn úr Land-
námabók í söguna, sem hann kvaðst tilleiðanlegur til að halda, og ekki
úr sögunni í Landnámabók. En fyrsti kap. sögunnar, sem hann áleit
tekinn beint úr Landnámabók, áleit hann blátt áfram, að væri ábyggi-
lega yngri viðbót. — Neðanmáls gat Finnur Jónsson um skoðun
Björns M. Ólsens um eldri Eiríkssögu og kvað Björn hafa haft nokk-
uð fyrir sjer. Um það hefir verið rætt nokkuð hjer á undan, reynt að
sýna fram á, að engin ástæða sje í rauninni til að líta svo á. En að
því er snertir skoðun Finns, að 1. kap. sögunnar sje síðari tíma við-
bót við söguna, þá verður að benda á það, að 3. kap. er beint fram-
hald af honum, 4. kap. af 3. kap., 6. kap. af 4. kap. o. s. frv. Pá yrði
sagan sýnilega ekki öll og heil, ef 1. kap. væri tekinn framan-af henni.
Upphafið í 3. kap. sýnir berlega, að 1. kap. er ritaður á undan hon-
um, — eða annað efnislíkt, en engin ástæða virðist til að líta svo á,
að þetta sem er til og á við, sje ekki upphaflegt, heldur eitthvað ann-
að, sem ekki er til og ekkert verður sagt um, hvort hafi átt við eða
ekki. Að sönnu er sumt í þessum kapítula, sem vel hefði mátt sleppa
í þessu sambandi, og jafnvel hefði verið eðlilegra að taka ekki með,
og hefði sennilega ekki verið tekið með, hefði það ekki staðið í frum-
ritinu. En þeim, er setti söguna saman, hefir nú fundizt geta farið sæmi-
lega á þessu og þótt það vegsauki fyrir Guðríði Porbjarnardóttur, sem
að ýmsu leyti er aðalpersónan í sögunni, og sagan að líkindum kom-
in frá óskráð, að setja afa hennar í samband við Auði djúpúðgu og
Ólaf hvíta, konung á írlandi. — Enn fremur *var það í raun rjettri
mikil ástæða til að hefja söguna á frásögnunum um þessar göfugu per-
sónur, að seinni maður Guðríðar, Porfinnur karlsefni, sem sagan er
um að mjög miklu leyti, var kominn af þeim, — Porsteinn rauður, son-
ur Ólafs og Auðar, var afi Þórðar gellis, sem var langafi Þorfinns2).
En það er eins og þeim, er setti söguna saman, hafi ekki verið þetta
ljóst3).
1) Litt. hist., II., bls. 641-42.
2) Sbr. ættaskrána ( ísl. fornr., IV. b., er bent var á áður.
3) ísl fornr. IV. b., bls. LXXII.
/