Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Síða 139
131
að álíta, að þannig hafi þetta verið frá fyrstu gerð. — Það virðist yf-
irleitt engin ástæða til »að líta svo á, að til hafi verið Eiríkssaga
annari mynd en Eiríks saga rauða,« nema að því leyti, sem kemur fram,
er hin elztu handrit af henni eru borin saman. en þar er þó ekki um
neinn stórvægilegan mismun á útliti hennar að ræða; hið helzta er,
að Haukur lögmaður hefir aukið við niðurlagið í Hauksbók, eins og
áður er getið um, og upphaf 7. kap. er þar einnig með fullkomnari
ættartölu en í hinu handritinu. Hefir Hauki einnig verið tileinkuð sú
breyting, hvort sem það er nú með rjettu eða íöngu. — Því miður er
sú aukning einnig gölluð, eins og viðaukinn við aftasta kapítulann1).
Eiríkssaga virðist sett saman á Norðurlandi, skrifaðar upp sagn-
ir Guðríðar og Þorfinns þar; þær eru uppistaðan í sögunni og eru
um ýms atriði í ævi Guðríðar; að því leyti er hún aðalpersónan í sög-
unni, og það var því öldungis eðlilegt, að setja fremst þann kapítula
sem fyrstur er. Það hefði verið eðlilegt, að kenna söguna við Guðríði
eina eða þau hjónin, hana og Þorfinn, en slíkt var aldrei gert, og
þessi saga hefir víst ekki upphaflega og því síður nokkru sinni síðar
verið kennd við þau. Það hefir ekki verið tilgangur þess, er setti hana
saman, að semja sögu Þorfinns, þ. e. skýra frá öllum aðalatriðum í
ævi hans. Hann hefði vart látið undir höfuð leggjast að kynna sjer
meira um ætt hans og ævi en hann greinir í sögunni, hefði hann sett
sjer að semja »Þorfinns sögu karlsefnis«. Hann hefði þá vissulega ekki
látið hjá líða að tengja saman 1. og 7. kap. að minnsta kosti, nje geng-
ið þess dulinn, hve auðvelt það var, og hann hefði þá ekki látið nægja
að greina að eins föðurnafn Þorfinns, eins og hann hefir gert að áliti
Storms og Finns Jónssonur samkv. Skálholtsbókinni, nje haft ættfærslu
Þorfinns svo gallaða sem hún er í Hauksbóka), hafi hann samið þá
ættartölu og ekki Haukur sjálfur. Hann hefði sennilega álitið fara bet-
ur á því, að segja nokkuð frá móður hans, alíslenzkri konu, sem hann
lætur koma dálítið við söguna, geta þess, hvort hún hafi verið kona
Þórðar hesthöfða, og hverra manna, að minnsta kosti, hvers dóttir, hún
hafi verið. Hann hefði einnig greint eitthvað frá uppvexti Þorfinns og
líklega sagt frá tilefninu til viðurnefnis hans, en ekki getið hans fyrst
í 7. kap. og þá loks með einum 2 línum sem inngangi að frásögnun-
um um hinar merkilegu ferðir hans til Grænlands og þaðan til Vín-
lands. Um Snorra Þorbrandsson er þess eins getið í upphafi 7. kap.
um leið og sagt er, að hann færi með Þorfinni, að hann hafi verið
»ór ÁIptafirði.« Vjer könnumst að sönnu við manninn af Eyrbyggja-
1) Sbr. ísl. fornr.. IV. b., bls. 217—18, með aths.
2) Sbr. ísl. fornr., IV. b., bls. 217—18.