Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Síða 150

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Síða 150
142 frá tilvitnuninni til Tryggva með því að segja, að það væri „mjög lausleg getgáta" hans, að Njálu hefði verið „steypt í eina heild" í Þykkvabæ. En að taka svo ákveðið til orða, að Tr. Þ. taki í sama streng og Kaalund með þessari mjög lausu getgátu, gat ég ekki skil- ið á annan veg en þann, að þetta ætti að styðja skaftfellska höfund- inn, sem EÓS var þá að berjast fyrir, og lái mér það hver sem vill. 7. Þá á það að vera rangfærsla, sem ég hefi eftir EÓS, um bardagann við Skaftá, sem sé, að hann upplýsi, að bardaginn hafi farið fram við allt aðra á en Skaftá. Um þetta segir svo í U. N. bls. 362: „Það, sem mest ber á milli (og í rauninni hið eina, sem á milli ber), er þetta: af Njálu virðist,- sem bardaginn hafi átt sér stað við Skaftá sjálfa, en allir, sem um staðinn hafa ritað, telja hann hafa staðið svo sem „10—15 mínútna hægan gang“ frá henni, við á eina eða læk, sem rennur eftir Meltungnagljúfri, en síðan Árgili til Skaft- ár, á stað, sem er skammt frá dysjunum. Það væri athugunarefni, hvort ekki sé hugsanlegt, að líkin hafi verið flutt frá Skaftá. En ef svo er ekki, bendir þetta á, að höfundurinn hafi ekki komið sjálfur á þennan stað, en hann hefur þó haft nákvæmar frásagnir af honum að flestu leyti nema þessu. Fyrst geta menn bent á nesið (þar sem bardaginn fór fram), sem sagan talar um (aðeins við aðra á)“. (Leturbr. hér.) Ég kem ekki auga á, hvað ég hefi rangfært. Hin til- vitnaða klausa er bein sönnun fyrir því, að ég fór rétt með, er ég sagði, að EÓS hefði upplýst, að bardaginn hefði farið fram við allt aðra á en Skaftá. Nú segist hann hafa skoðað staðinn, og heldur nú, að það sé tóm vitleysa, að Kári hafi barizt í nesinu við Meltungnaá. Og nú hefir hann „enga hugmynd um, hvort höfundurinn hefir séð orustustaðinn". Ekki eru þetta nú mikil meðmæli með skaftfellsku staðþekkingunni. En hér verður þess vart í fyrsta sinn, að EÓS hef- ir séð stað, sem hann hefir verið að rita um. Af U. N. verður ekki séð, að hann þekki nokkurn stað, er við söguna kemur, í nokkru hér- aði — ekki einu sinni sínu fæðingarhéraði — af eigin sjón eða raun. Þar er aðeins tínt upp, hvað aðrir hafa um þetta sagt. Óneitanlega sýnist það vera fyrsta skilyrði til að rita um staðþekkingu, að þekkja eitthvað til staðhátta sjálfur. 8. Enn á það að vera „rangfærsla", að ég hafði sagt, að EÓS teldi ættartölur Njálu frá 12. öld a. m. k. eða jafnvel eldri. Það skal játað, að orðunum „a. m. k. eða jafnvel eldri“ er ofaukið. Hann tel- ur ættartölurnar frá 12. öld að stofni til. Ég fæ nú tæplega séð, að þessi vangá — sem ekki virðist skipta mjög miklu máli — sé svo stórvægileg, að hana beri að setja undir sérstakan tölulið, og gefa henni nafnið „rangfærsla".
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.