Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Page 152
144
Og með þennan skilning á tilvitnaða kaflanum sagði ég, að mér sýnd-
ist EÓS vera farinn að slaka til á því, að ættartala Oddaverja í
Njálu væri ekki eftir Sæmund fróða. í „svarinu“ segist EÓS hafa
átt við, að „Hræreksgerðin" væri runnin frá Sæmundi fróða og son-
um hans, en hver getur séð það af tilvitnaða kaflanum? Annars hall-
ast ég eindregið að skoðun Jóns Jóhannessonar, að líkurnar séu miklu
meiri fyrir því, að Oddaverjar hafi rakið ætt sína til Þrándar gamla,
af því að Hrafn heimski, ættfaðir þeirra, fór úr Þrándheimi til ís-
lands, og forfeður hans hafa að líkindum verið úr þeim byggðar-
lögum.
Ef Þorsteinn Skeggjason hefir skrifað Njálu, eins og EÓS heldur
fram, þá kynni nú ýmsum að finnast, að ekki væri með öllu ólíklegt,
að ættartalan í 25. kap. Njálu gæti verið til hans komin frá forfeðr-
um hans í Odda.
„Rangfærslunum“ er nú svarað, og að mestu með EÓS eigin orðum.
10. „Engir mundu á ritöld vísari til að minnast Garðars né fús-
ari til að halda því á lofti, að hann fann ísland, né kunna betri skil
á afkomendum hans á dögum Gunnars og Njáls en einmitt niðjar
hans í Skaftafellsþingi“. (Leturbr. hér.) Þetta segir EÓS í U. N. bls.
89, en í „svarinu" segir hann, að það séu „engar líkur til þess, að af-
komendur Garðars . . . í Skaftafellsþingi hvorki með gæsalöppum
eða gæsalappalaust hafi breytt þessu“ (þ. e. sett nafn Garðars í stað
Naddoðs sem fyrsta finnanda Islands). Samt voru engir líklegri en
niðjar Garðars í Skaftafellsþingi til að „halda því á lofti, að hann
fann ísland“! Einmitt af þessu, voru engir líklegri til að gera breyt-
inguna — ef þeir hefðu komizt í Njáluhandrit — en þessir skaft-
fellsku niðjar hans.
EÓS má óáreittur af mér hafa þá skoðun, að Landnáma sé óskeik-
ul. Og vitanlega er það „rangfærsla" að segja, að verið sé að gera
hana „tortryggilega“, þó á það sé drepið, að hún sé ekki villulaus.
11. Skilgreining EÓS á því (bls. 67), hvar nefna beri örnefni,
hvar það sé nauðsynlegt og hvar ekki, sýnist mér ekki mikils virði.
Það á að vera nauðsynlegra fyrir frásögnina, að nefna með nafni
„næsta bæ“ (kotbæi) við Hlíðarenda og Hrútsstaði, en að halda áfram
að geta um alla gistingarstaði Flosa (eins og áður) eftir að hann
kemur austur fyrir Breiðdalsheiði m. m., og EÓS finnst það „alveg
óskiljanlegt“, að við Skúli skulum ekki skilja þetta. Ég er hræddur
um, að það verði fleiri en við, sem verða skilningsdaufir á þennan
vísdóm.
12. EÓS bregður mér mjög um „hvimpni“, er hann svo nefnir.
tJr því að hann gerir þetta, ætti hann að vera laus við hana sjálfur.