Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Qupperneq 158
150
þar á meðal leiðinni milli Goðalands og Mælifellssands. EÓS segir í
neðanmálsgrein á bls. 85, að athugasemdin á bls. 10 í ritgerð minni
geti vel misskilizt, og að vegir yfir Vatnajökul, sem um er talað í
henni, „liggi yfir jökulinn“. Hvergi er þess nú getið, enda ekki bein-
línis líklegt. En eftir þessa skýringu EÓS mundu nú margir hugsa
sem svo: Ef „vegir“ hafa legið yfir sjálfan Vatnajökul, væri þá
óhugsandi, að Flosi o. fl. hefðu getað komizt leiðar sinnar, milli Mæli-
fellssands og Goðalands, þó eitthvert jökulhaft hefði verið á leið
þeirra. Sá jökull — þó til hefði verið — hefir þó varla verið nema
sem dvergur, samanborið við Vatnajökul. Og vitanlega hefði verið
farið, eins fyrir því, norðan við meginjökulinn (Eyjafjallaj.).
Mér kemur ekki til hugar, að þeir, er Njálu hafa fært í letur,
hvort sem um Rangæinga eða Skaftfellinga væri að ræða, hafi verið
svo miklir skynskiptingar, að vita ekki, hvort þessi fjallabaksleið var
farin á þeirra tíma, — eða áður, eftir fróðra manna sögnum.
18. Það hefir orðið nokkur hvalreki fyrir EÓS, að prentvilla
hefir slæðzt inn í ritgerð mína viðvíkjandi Jökulsá (síðar Skeiðará).
Hafði orðið „stórt“ fallið úr fyrir framan orðið jökulvatn. Setning-
in átti að vera svona: „Þá er sandurinn (Skeiðarársandur) kenndur
við Lómagnúp, en ekki Skeiðará, af því að hún hefir ekki verið til,
a. m. k. ekki sem stórt jökulvatn". Ég vissi vel um landnám Þorgerð-
ar í Öræfum, og að Jökulsá er þar nefnd sem endamark. Hitt vissi ég
ekki, að Jökulfell hefði fengið nafn sitt af Skeiðarárjökli, enda er
það víst hæpið. Jökulfell og fjallakinnin stórskorna austur af því —
að Öræfajökli — er brúnin á hásléttu þeirri, sem Vatnajökull hvílir
á, og má því líklegt telja, að fellið dragi nafn af Vatnajökli.
Það er langur tími frá árinu 1000 eða 1300 til 1600, og þó að
Skeiðarárnafnið finnist þá, er það lítil sönnun fyrir stórri jökulelfi
þarna 3—6 öldum áður.
Einhvern tíma hefir Skeiðarárskriðjökull byrjað að verða til,
og má vel vera, að það hafi verið síðast á 16. öld, enda hefir þá verið
farið að kólna.
„í Möðrudalsmáldaga Gísla biskups Jónssonar 1575 er sagt, að
Möðrudalskirkja eigi „xij trogsöðla högg í Skaftafellsskóg" og í jarða-
bók ísleifs sýslumanns Einarssonar 1708 og 1709 er svo sagt um
hlunnindi og ítök jarðarinnar Skaftafell: „Upprekstur á jörðin í
Freysneslandi, þar sem heitir Hafrafell, er nú óbrúkandi, því allt er
komið í jökul. (Leturbr. hér.) Beit 14 hrossum á Möðrudalsöræfum
er jörðinni eignuð um sumartíma, krossmessna á milli; verður aldrei
brúkað fyrir jöklum. Þessi ítök, sem munu vera æfagömul, hafa víst
átt að mætast“. (Blanda 1918, 38.)