Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1941, Blaðsíða 8
8
Hámundarsonar heljarskinns og Ingunnar, dóttur Helga magra, systur
Ingjalds, manns Salgerðar Steinólfsdóttur; voru þeir því þremenningar,
Víga-Olúmur og Porvaldur krókur; og vá þó Glúmur Þorvald, sem
kunnugt er af sögunni. Ekki er þess getið í Glúmssögu, hvers dóttir
Þorkatla hafi verið.
Eins og tekið er fram í Landnámabókunum og getið var hjer að
framan, átti Þorgils Þorbjarnarson laxakarls dóttur, er Otkatla hjet,
svo sem einnig var drepið á hjer rjett á undan. Segir e. fr. í Land-
námabókunum, að hún hafi átt dóttur, er Þorkatla hjet; en ekki er
sagt, hverjum Otkatla Þorgilsdóttir hafi verið gift eða hvers manns
dóttir Þorkatla hafi verið. En þar sem sagt er, að hún, Þorkatla, hafi
verið »móðir Þorvalds, föður Döllu, móður Gizurar ,byskups«, hefir
hún verið móðir Þorvalds á Ásgeirsá, því að það er sagt beinlínis
í þætti af ísleifi byskupi í Flateyjarbók, þar sem er frásögnin um
bónorðsför ísleifs byskups, er hann bað Döllu, að hann hafi farið
»norðr í Víðidal, til Ásgeirsár; þar bjó sá maðr, er Þorvaldr hét;
hann átti dóttur, er Dalla hét« o. s. frv. í Hungurvöku er Dalla sögð
vera Þorvaldsdóttir »ór Ási«, og má það til sanns vegar færast, eða
koma í sama stað niður, eftir því, sem stendur í upphafi 35. kap. í
Grettissögu; þar segir, að Þorvaldur Ásgeirsson, svo sem hann er
sagður vera þar, hafi búið í Ási í Vatnsdal, en áður, í 15. kap. sög-
unnar, var sagt, að hann hafi búið á Ásgeirsá. Þorvaldur kemur nokk-
uð við söguna. Telur hún hann vera bróður Kálfs Ásgeirssonar, en
hann er í Laxdælasögu (40. kap.), þar sem hans er nijög við getið,
talinn sonur Ásgeirs æðikolls, og Þorvaldur einnig, en Ásgeir sá son-
ur Auðunar skökuls. í Landnámabókunum segir, að Ásgeir æðikollur,
sem þar er talinn faðir Kálfs, hafi verið sonur Önundar trjefótar, og
er Ásgeir æðikollur ekki talinn þar búa á Ásgeirsá nje vera faðir Þor-
valds. Enda mun það rangt í Laxdælasögu og Grettissögu, að Ásgeir
æðikollur hafi verið sonur Auðunar skökuls, búið á Ásgeirsá og^
verið faðir Þorvalds. Mun hitt rjettara, sem stendur í Landnámabók-
unum, að Ásgeir æðikollur hafi verið sonur Önundar trjefótar og
annar en Ásgeir á Ásgeirsá, sonur Auðunar skökuls.
I frásögnum Landnámabókanna frá landnámi Þorbjarnar laxakarls
og afkomöndum hans segir berum orðum, að Þorkatla, sonardóttur-
dóttir hans, hafi verið móðir Þorvalds, föður Döllu, en á frásögnum
Landnámabókanna frá landnámi Auðunar skökuls, forfeðrum hans og
afkoniöndum, segir jafnberum orðum, að Jórunn Ingimundardóttir hins
gamla hafi verið móðir Þorvalds: »Son Auðunar skökuls var Ásgeir
at Ásgeirsá. Hann átti Jórunni, dóttur Ingimundar ins gamla. Þeirra
börn \áru þau Þorvaldr, faðir Döllu, móður Gizurar byskups«. o. s. frv.