Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1941, Blaðsíða 39
37
hef jeg nefnt tvo áður og byggt á, en þar sem segir í Sturlungu (I., bls.
117): »Ok einn dag, er menn como flestir til lavgbergs, þa gecc Sturla
fram a uirkit firir bud sina. . . . Hann qvað nv sva at orði« o. s. frv., þá
virðist hjer eðlilegra að skoða þetta: »a uirkit firir bud sina«, sem rjett
ritað, — sje úr fallið hjá öðrum afritaranum (Króksfjarðarbók) fremur
en líklegt sje, að því hafi verið skotið inn i hjá hinurn (Reykjarfjarðarbók)
eins og M. Þ. getur til, því þótt það væri ólíklegt, að Sturla gengi fram
á virki sitt til þess að ávarpa menn á lögbergi, ef lögberg hefði verið
þar, sem M. Þ. heldur, að jaað hafi verið, þá sýnir það aðeins, að lögberg
hefur ekki verið þar í það sinn; en ef það aptur á móti hefur verið
þar, sem jeg tel víst, að það hafi verið, aðeins 4—5 faðma frá búðunum
í skarðinu, Snorrabúð og Hlaðbúð, og nokkru lægra, þá er ekki neitt
undarlegt við það, þótt Sturla ávarpaði þá, sem á lögbergi voru, frá
virki sínu, Joar gat hann talað með meiri þunga við þá, er hann stóð
lítið eitt frá þeim og nokkru hærra.
En það er enn einn staður í Sturlungu, sem ekki má ganga fram
hjá, þótt M. Þ. ekki geti hans í ritgerð sinni um þingstaðinn forna í
Árb. Fornl.fjel. 1921—22, en hann kemur augljóslega í bága við þá skoðun,
að lögberg hafi á Sturlungatímanum verið á gjárbarminum eystri, þar
sem nú er talið, að það hafi verið. Þar segir svo: »Þinglavsna-dag reið
Snori til lavgbergz, sem hann var vanr, adr hann reið af þinge. Sighvatr
var at logbergi. Þorvaldr spurþi Sighvat, hvat þeir bræðr skylldv tala
vm Snorrvnga goðorð« (I., bls. 392). Það er augljóst, að þeir Snorri og
Þorvaldur, sem var með honum, gátu ekki riðið til lögbergs, hafi það
verið uppi á gjárbarminum, eða nær því en að hallinum þar fyrir neðan,
en þaðan er mjög ólíklegt, að Þorvaldur hafi farið að hrópa upp til
Sighvats, sem var »at logbergi,« og þá 22 faðma í burtu frá þeim, um
einkamál þeirra bræðra, Snorra og Sighvats; — en liafi lögberg verið
þar, sem jeg hef haldið fram, er þetta alt mjög eðlilegt, því Snorri og
Þorvaldur ríða að klettinum eða klöppinni, sem nefnd var »Lögberg«,
og taka tal við Sighvat, sem þar er staddur, sennilega þó af hestbaki,
enda ekki annars getið.
Jeg fæ því ekki betur sjeð, en að lögberg liafi, að minnsta kosti
um og eftir 1200 verið á þessuin stað, þar sem búðir þeirra
Benedikts Þorsteinssonar og Þorleifs Nikulássonar síðar stóðu og
merktar eru sem 14. og 15. búð á uppdrætti þeim, er fylgir ritgjöð
M. Þ. í Árb. Fornl. fjel. 1921—22, enda mun þar hafa verið mann-
virki nokkurt áður þær búðir voru reistar, jarðvegur fluttur þangað og
klöppin jöfnuð með honum.
Þessa athugasemd mína rita jeg í þeirri von, að fræðimenn vorir
taki þetta mál til nýrrar yfirvegunar, því mjer finnst það ömurlegt, að