Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1941, Blaðsíða 28

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1941, Blaðsíða 28
26 víg hans afturgöngu Klaufa, því að saxið Atlanautur, sern Klaufi hafði átt, stóð í gegnum Ljótólf. Síðan bætir sagan við: »Ljótólfr var færðr suðr ok ofan á völlinn«. (Svarfd., kap. 32). Þessi »óþokkadæl« er vafalaust laut sú skammt fyrir sunnan bæ- inn á Hofi, efst á vellinum, sem nú er kölluð Oþokkalaut. Þegar Oísli Jónsson, sem enn býr á Hofi, fór að slétta suðurvöllinn, var það eitt sinn, að jarðabótamenn komu ofan á beinagrind af manni, einmitt suður og ofan frá enda þessarar lautar. Virtist þeim sem þúfa í stærra lagi væri yfir beinunum. Lítið rannsökuðu þeir annars staðinn, en fullyrtu þó, að engir hlutir hefðu verið hjá beinagrindinni. Því miður var Gísli Jónsson ekki heima, þegar þetta gerðist, og þegar hann kom heim, höfðu verkamenn lokið við sléttuna og gátu ekki aftur fundið beinin, enda sennilega ekki Ieitað mikið. Frá þessu hefir Gísli Jónsson sagt mér, mjög skilorður maður. Sama er að segja um þennan fund og beinin í Blakksgerði, að honum ber merkilega vel saman við frásögn Svarfdælu. Beinafundur á Jarðbrú. Þegar Karl hinn rauði hefir misþyrmt Skíða með því að draga hann aftan í hesti sínum út völlinn á Hofi fyrir ofan Skorðumýri, sjá þeir, að þrír tugir manna ríða utan að bænum á Hofi, og var þar kominn Ljótólfur goði. Karl fór þá undan yfir ána, en Ljótólfur og hans menn veittu honum eftirför. Svo segir sagan: »Þeir Karl búask nú við á hólnum gegnt Grundarhúsum«. Varð þar bardagi. jSvarfd., kap. 24). Hvar er nú þessi hóll, sem höfundur Svarfdælu talar þarna um af svo miklum kunnugleik, að honum finnst ekki geta farið milli mála, hvar hann sé? Gegnt bænum á Grund er ekki einn einasti hóll, enda eru það »Grundarhús«, en ekki sjálfur bærinn, sem miðað er við. Útihús frá höfuðbýlinu Grund gátu verið svo að segja hvar sem er, þó að það sé raunar athugavert, að það eru þau Grundar- hús, sem stóðu á dögum söguritarans, sem hér um ræðir. Sennilegt er, að höfundur hugsi sér, að þeir Karl fari yfir ána á Þingavaði, sem hann getur um seinna, (kap. 28) og vafalaust hefir verið þar, sem nú heitir Torfhólavað eða Grafarvað, milli Hofs og Grafar. Auðvitað verður Karli að leita sér að vígi, og slíkt er ekki að finna fyrr en vestan við mýraflatneskjur þær, sem Grundarmýrar heita, uppi í börð- unum, þar sem brekkurnar að vestan byrja. Frá Torfhólavaði er stytzta leiðin í sæmilegt vígi að hól _þeim, sem bærinn Jarðbrú stend- ur á nú. Það er í rauninni eini hóllinn, sem því nafni getur kallazt, fyrr en langt uppi í brekkum, ofan við alla bæi. Það væri því af
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.