Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1941, Blaðsíða 2
2
með leiðrjettingu í Árb. 1940, bls. 1601) Veldur mestu um sú villa,
að staðið hefur, og stendur enn í Sturlubók, Hauksbók og Melabók
yngri, sem nú er farið að kalla Pórðarbók, að Porbjörn laxakarl hafi
numið Pjórsárdal allan og Gnúpverjahrepp allan (því orði er sleppt
í Pórðarbók) ofan til „Kalfár'‘. Raunar verður kunnugum brátt ljóst af
öðru, sem skýrt er frá s.st. um landnániið, að hjer hefur átt að standa
Laxár, en ekki »Kalfár«. því að, sagt er, að Þorbjörn hafi búið fyrsta
veturinn »at Miðhúsum«, en sá bær er fyrir utan Kálfá, milli hennar
og Laxár, og e. fr. er skýrt þannig frá því, hvernig Porbjörn hafi gefið
ættingjum konu sinnar, Ófeigi gretti, frænda hennar, og Rormóði
skapta, bróðursyni Ófeigs, mikla hluta af landnámi sínu, að bersýni-
legt er, að hann hefur numið allan hreppinn ofan til Laxár, því að
sagt er, að hann gæfi þeim »Gnúpverjahrepp, Ófeigi inn ýtra hlut«,
— »en Pormóði gaf hann inn eystra hlut«, nefnilega milli Þverár (og
Pjórsár) og Kálfár, »ok bjó hann í Skaptaholti«. Þvs miður hefur einnig
komizt villa inn í setninguna um gjöfina til Ófeigs; stendur um »inn
ýtra hlut«, að hann sje »á millim Þverár ok Kalfár«, sem er bersýni-
lega rangt; ætti þar að standa Laxár ok Kalfár; enda er þegar á eftir
sagt, að Ófeigur hafi búið »á Ófeigsstöðum hjá Steinsholti«, en Steins-
holt er fyrir utan Kálfá, milli Laxár og hennar.2) — Þessi sama villa
hefur verið tekin upp í VI. kap. Grettissögu.
Þar sem Þorbjörn gaf frændum konu sinnar »Gnúpverjahrepp«,
þ. e. land það, er hann hafði numiö fyrir utan Þverá, átti hann eftir
»Þjórsárdal allan«, þ. e. land það, er hann hafði numið fyrir austan
Þverá. Hún rennur suður í Þjórsá vestan-undir Hagafjalli, og hefir
landið austan-við, fram með Þjórsá að vestan, talizt til Þjórsárdals,
svo sem títt er enn. Auk þess, sem nú var tekið fram, að stæði í
Landnámabókunum um landnám Þorbjarnar og gjafir hans af þessu
Jandnámi sínu, segir þar e. fr. dálítið frá honum og næstu afkom-
öndum hans í fáeinum setningum. Mun greinilegast að telja þær hjer
allar, og svo sem þær eru í öllum Landnámabókunum þrem, sem
áðan voru nefndar, því að setningarnar eru ekki eins í þeim öllum:
1) Þar hefði jafnframt þurft að leiðrjetta það, senr stendur í 10. og 12. I. a.
o. á bis. 95. Hefði átt að orða 10 I. þannig: Þormóöur var bróðursonur Ófeigs,
o. s. frv„ en 12. I. svo: dóttir Einars, föður Ófeigs. Afi þeirra var Ölver barnakarl,
o. s. frv.
2) Vestasta partinn af þessum »inum ýtra lilut« Onúpverjahrepps nam »Þrándr
mjöksiglandi Bjarnarson, bróðir Eyvindar austmanns« — »síð landnámatíðar; hann
nam land inillim Þjórsár ok Laxár, ok upp til Kalfár ok til Sandlækjar«; hefir á
einhvern hátt fengið það af Ófeigi, enda var Helga dóttir Þrándar, gift bróðursyni
Ófeigs, Þormóði.