Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1941, Blaðsíða 11

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1941, Blaðsíða 11
11 kona Þorgeirs, föður Skeggja, var sonarsonardóttir Jórunnar, systur Steinólfs (»hins lága«), föður Unu, konu Þorbjarnar laxakarls. Hjet faðir Beinis Már, og nam hann ásamt Bröndólfi, bróður sínum, Hruna- mannahrepp. Peir voru synir Nadd-Odds víkings, sem fann Island og nefndi Snæland, og Jórunnar, Ölvisdóttur barnakarls. Þorgeir Eilífsson, maður Kolgrímu, afi Hjalta, var einnig skyldur Þjórsdælum; Halldóra, móðir hans, var dóttir Steinmóðar Konálssoar, Steinmóðarsonar, bróð- ur þeirra Steinólfs (»lága«) og Jórunnar. — En Eilífr, faðir Þorgeirs og langafi Hjalta var sonur Ketils einhenda, Auðunarsonar jounnkárs. Ketill nanr landið austan við Þjórsá, á móts við Þjórsárdalinn, »Rang- árvöllu ina ýtri«, og bjó »at Á«, þ. e. Árbæ. — Ekki er kunnugt, að þessi forfaðir Hjalta, Steinmóður, eða Steinófur, bróðir hans og tengdafaðir Þorbjarnar laxakarls, hafi fengið neitt af landi því, er hann nam, eða sezt að í Þjórsárdal. Þó er vert að geta þess í þessu sam- bandi, að eyðibýlið Steinastaðir á að sögn að hafa heitið Steinólfs- staðir í öndverðu, en kennt þá við mann Þuríðar Arngeirsdóttur norðan frá Melrakkasljettu/) og virðast þau hjón hafa verið síðar uppi en þeir bræðurnir, Steinólfur (lági) og Steinmóður, forfaðir Hjalta Skeggjasonar. Uni móður Hjalta segir í Ólafs sögu Tryggvasonar,1 2) að hún hafi verið Þorgerður, »dóttir Hlífar, dóttur Torf-Einars jarls, sonar Rögnvalds Mæra jarls.«3) Kunna foreldrar Hjalta að hafa átt heima í Þjórsárdal. Höfundur Kristnisögu segir berum orðum, að Hjalti hafi farið utan, sumarið fyrir kristnitöku, »á því skipi, er hann hafði gera látit heima þar í Þjórsárdal, ok færði eptir Rangá inni vestri til sjóvar skipit«. Þessi frásögn bendir á það, að minnsta kosti, að höfundur Kristnisögu hafi litið svo á, að Hjalti hafi átt þar heima, sem skammt var til Rangár vestri. Kemur þá ekki annar bær í Þjórs- árdal til mála en Sámsstaðir. Sá bær hefir vafalaust átt land að Þjórsá, suður og austur um Búrfell, og eru aðeins 600 m. á milli ánna þar, sem skemmst er. En þótt menn ímyndi sjer, að skipið hafi verið flutt upp eftir Þjórsá á ísi allt þangað, er svo skammt verður yfir að Rangá, þá getur það aldrei talizt líklegt, sökum þriggja fossa í Þjórsá á þeim kafla hennar. Enda hefir sú sögn lifað í niunnmælum, að Hjalti hafi fært skipið milli ánna fyrir neðan Þjófafoss, en þar er miklu lengra á milli þeirra; fer vegarlengdin eftir því, hvar það var dregið á land austan Þjórsár. Nú er þarna blásið land, en var áður skógi vaxið. 1) Landnámabækurnar, Árb. Fornlfjel. 1884 —85, bls. 51, og Skírnir 1931, bls. 159-60. 2) Flateyjarbók, I., bis. 428; Fornm. s., II., bls. 210. 3) Steinn Dofri ættfræðingur álítur, að Þorgerður liafi verið systir Gunnars Hlífarsonar og þau hafi verið börn Rauðs Kjallakssonar, Kjarvalssonar Irakonungs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.