Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1941, Page 55

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1941, Page 55
53 fornrit og örnefni, mætti nægja til að sannfæra menn um það, hvar Lögberg var og er á Þingvelli. — Sennilega hefur það ætíð verið hið sama, eða á sama stað; ekkert bendir til annars, og að líkindum hefur það verið tekið upp og staðurinn ákveðinn þegar við stofnun alþingis. Það mun æ hafa verið notað við þingstörfin samkvæmt lögum og venjum, meðan hin fornu lög lýðveldisins giltu. í Járnsíðu og Jóns- bók er ekki á það minnzt, ekki ákveðið eða gert ráð fyrir, að það skulj notað, nje að neitt fari þar fram. Þingfararbálki Járnsíðu var játað árið 1271. Eftir það hafa engar löglegar samkomur verið á Lögbergi, og því hefur þess vegna ekki verið haldið við; bekkirnir teknir af áhleðs- unni eða látnir eyðileggjast, og tímans tönn látin níða og naga bóta- laust hið sýnilega minnismerki fullkomins frjálsræðis þjóðar vorrar. Sjera Guðmundur ræðir þessu næst um lögrjettu, hvar á Þingvelli hún hafi verið »til forna;« telur hann sögurnar »segja skýrt til um það, að hún hafi verið fyrir austan' á, svo um það« sje »enginn ágrein- ingur*. Það er nú sem það er skilið; Sigurður Guðmundsson áleit, að verið gæti, að lögrjettan hefði verið á lögbergi og það austur á Spöng frá því, að alþingi var stofnað, og þar til, að fjórðungsdómar voru settir, en eftir þann tíma oftast eða ætíð á söguöldinni á miðjum Völlunum. Hann áleit, að hún hafi verið í Öxarárhólma 1213—14, og að hún »hafi opt verið þar seinast, þegar Grágás gilti sem lögbók«; Alþst. h. f., bls. 41. Á uppdrættinum með þeirri bók og skránni, er honum fylgir, er lögrjettan talin hafa verið í Öxarárhólma 1229 — 1570, en á völlunum fyrir norðan ána, þar sem var lítil hæð, ýms til- greind ár á 11. öldinni og 1234, en á Lögbergi (Spönginni), þar sem mannvirkisleifarnar eru, »frá 929—965«. Virðist Sigurður hafa álitið, að lögrjettan hafi verið flutt norðan af völlunum út í hólma á fyrri hluta 13. aldar, en litlar líkur munu vera fvrir því. Kr. Kálund, í Isl. Beskriv., II., bls. 406 (sbr. I., bls. 125) virtist álíta, að lögrjettan hefði verið norð- ur á völlunum áður en hún var flutt út í hólma, og Sigurður Vigfússon sömuleiðis, sbr. bls. 25—8 í Árb. 1880—81 og uppdrátt við ritgerð hans þar; telur hann lögrjettuna hafa verið þarna á völlunum fyrir norð- an ána »alla fornöldina og fram á miðja 13. öld«. Þar á móti setti jeg í grein mína uin lögrjettuna í Árb. 1921—22: »Uppi á völlunum fyrir norðan ána, þar sem þeir S. G. og S.V. ætla, að hún hafi verið í forn- öld, álít jeg, að hún hafi aldrei verið«. Færi jeg nokkur rök fyrir þessu í greininni. — Samkvæmt Þorleifs þætti jarlsskálds hefir haugur hans sjezt enn, er þátturinn var ritaður, á 14. öld, og verið »norðr af lög- réttu«. Sæist hann enn í dag, mætti benda með nokkurri vissu á þann
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.