Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1941, Blaðsíða 90

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1941, Blaðsíða 90
84 sem hún hafði að segja um jafn-sjaldgæfan viðburð. Og þegar Gottskálk settist að í Skagafirði, og hefur, ef til vill, búið í Vík, erfðajörð sinni, áður en hann fluttist að Glaumbæ, hlaut hann að kynnast mörgu fólki í sveitinni, sem gat sagt honum frá þessu, eftir sögn foreldra sinna. Frásögn þessi hefir því ekki gengið í munnmælum áður en Gottskálk skrásetti viðburðinn, og verð ég því að álíta fyrgreinda frásögn sanna, og jafnvel tölu glæpamannanna rétta. Telja má vafa- laust, að Gottskálk hafi haft miklu ýtarlegri sagnir af viðburðinum, eins og nöfn glæpamannanna og fleira, en af hlífð við þá-lifandi ættmenn þeirra sleppt að tilgreina þau, auk þess sem annála-frásagn- ir eru venjulega stuttar og snubbóttar, jafnvel þó um stórtíðindi sé að ræða, og þeirri tízku hefir Gottskálk fylgt. Sá, sem næst getur um atburðinn, er Björn á Skarðsá. Hann tekur upp frásögnina eftir Gottskálksannál, en bætir þó nokkrum atriðum við, að öllum líkindum eftir munnlegum sögnum; og þær hefir hann heyrt á Reynistað, þar sem hann ólst upp að nokkru leyti, og af ýmsum öðrum í sveitinni. I einu atriði ber samt annálunum ekki saman, og það er um ártalið. Björn tilfærir viðburðinn til ársins 145j. Par sem hann hafði Gottskálksannál fyrir sér, er um annað af tvennu að ræða: í því handriti hefur getað staðið ártalið 1453, ellegar að hann hafi talið það ártal réttara en hitt, eftir staðhæfingu heim- ildarmanna sinna. Hér skal ekki dómur á það lagður, hvort ártalið sé réttara, þó að Gottskálksannáll ætti að vera tekinn trúanlegri, ef rétt er með ártalið farið eftir frumriti Gottskálks sjálfs. Og það er ekki trúlegt, að Gottskálk hafi sett ártalið eftir ágizkun, heldur eftir sögn móður sinnar og þeirra annara, sem honum höfðu sagt umræddan atburð. Björn segir, að hellirinn (sem Gottskálk nefnir) sé síðan kallaður Þjófahellir. Pað örnefni hlaut eðlilega að myndast í sambandi við dvöl þjófanna í hellinum, en hefir tæplega náð fullri festu þar í sveit- inni fyr en þriðja kynslóðin frá atburðinum fór að segja frá. Einnig bætir Björn því við, að þjófarnir hafi verið í gæzlu »í 3 nætur, meðan þingað var«. Hann segir og, að þeir hafi verið hengdir »þar suður á vellinum, er síðan heitir Gálgagarður«, en dysjaðir fyrir sunnan á í gilinu, og af því heiti það Dysja-gil.1) Þó að Björn (f. 1574) sé einni kynslóð yngri en Gottskálk, er ekkert æfintýralegt við frásögn hans. Öll þessi atriði bæta upp frásögn Gottskálksannáls og eru öll sennileg, sem eðlilegt er, þegar jafn-fróður maður og athugull sem Björn var, sagði frá atvikum, er gerzt höfðu á uppeldisstöðvum hans 1) Skarðsárann. A. B. I., 63.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.