Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1941, Blaðsíða 52

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1941, Blaðsíða 52
50 til lögbergs, þótt ekki riðu þeir að henni. En í þriðja lagi er eðlilegt að segja, að menn riðu til lögbergs, annars staðar að af þingstaðnum, þótt þeir riðu ekki alveg þjett að áhleðslunni á því eða annars staðar fast að því. Það er jafnvel svo að sjá, sem Þorvaldur Snorrason hafi riðið með Snorra, eins og sjera Guðmundur álítur einnig; hann ræðir við Sighvat Sturluson, sem »var at lögbergi«, og vill reyna að fá þá bræður til að fara að »ta!a um Snorrungagoðorð«, en þeir höfðu átzt fátt við um þingið, »ok lítt fóru menn á millum þeira. Virðist þetta fremur benda til, að þeir Snorri og Þorvaldur hafi stigið af hestum sínum, er þeir voru komnir til lögbergs, eða svo að kalla, og síðan hafi Þorvaldur gengið, hann að minnsta kosti, á fund Sighvats. Sannið til: Allar frásagnir í Sturlungasögu og öðrum fornritum vorum koma heim við staðháttu og fornleifar á Þingvelli að svo miklu leyti, sem þær koma hverjar öðrum við. Lögberg væri enn þekkjan- legt og kæmi heim við hinar fornu frásagnir, þótt þar væri ekki það forna mannvirki, sem þar eru enn í dag leifar af. Hinar fornu frásagmr einar eru nægar til að færa mönnum heirn sanninn um það, að sú kenning, sem breidd var út á 18.—19. öld, um að lögberg hafi verið austur á Spönginni, hlýtur að vera alveg röng. En staðhættir og forn- leifar, svo sem þær eru, og einkum svo sem þær voru fyrir 1724, benda ákjósanlega glöggt á, hvar lögberg hafi verið vestan ár. Og nú er eftir ótalið hið þriðja .sönnunargagnið um þetta sama: Fornt örnefni. Ýmsir menn á vorum dögum hafa viljað líta svo á, að það sje ótrúlegt og jafnvel óhugsandi, að það skyldi gleymast, livar lögberg var, eða að örnefnið Lögberg á alþingisstaðnum skyldi glatast, og síðan skyldi það nafn festast við annan stað þar, sem aldrei hefði verið lögberg. Þessi skoðun manna hefur sennilega átt drjúgan þátt í því, að halda við, jafnvel allt fram á þessa öld, hjá ýmsum mönnum þeirri trú, að lögberg hafi verið á Spönginni, svo sem þeir vissu, að sagt hafði verið í manna minnum og haldið fram hiklaust í búða- skipuninni frá árinu 1700. Þeir rengdu sannanirnar, sem fólust í frá- sögnum hinna fornu rita,*og þeir virðast ekki hafa skilið hina allra- sterkustu sönnunina, sem lá í hinu jarðbunda, forna mannvirki á gjá- bakkanum, enda þótt það væri þar á þeim stað, sem af náttúrunnar hendi var betur til þess fallinn, að hafa verið lögberg, en nokkur annar blettur á öllum alþingisstaðnum. Hefði nafnið, örnefnið, Lög- berg haldizt við enn á 19. öld sem heiti á þessum stað, þá hefði víst enginn haldið því fram, að það væri þar rneð órjettu, þar sem þá líka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.