Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1941, Blaðsíða 32
30
allan þann fróðleik, sem enn lifði um hina fornu Svarfdæli, og spinna
úr honum einn söguþráð, að svo miklu leyti sem það var hægt. Ef
hann þekkti sagnir, seni ekki tvinnuðust þræði sögunnar, hirti hann
ekki um eða gat ekki samræmt þær sögunni, en vildi hins vegar ekki
sleppa þeim, og þess vegna er það, að sagan er svo sundurlaus og
næstum því annálskennd á köflum. Pessar sagnir uin atburði, sem
höf. hyggur hafa átt sér stað, en getur ekki tengt söguþræðinum,
koma eins og óboðnir gestir inn í frásögnina. Til dæmis má nefna
söguna um skipssmíð þeirra Ljótólfs og Karls rauða (Svarfd., kap. 15).
í greininni »Dalvík-Fundet«, (Aarb. for nord. Oldkh. og Hist. 1910),
segja þeir Finnur Jónsson og Daniel Bruun, að þessi saga sé »vist-
nok kun digt« og ráða það sennilega af því, að það er í sjálfu sér
ósennilegt, að skip liafi verið smíðað úr íslenzkum viði, þó að það
beri að muna, að »skip« gat vel verið lítill bátur, og svo hinu, hve
tilefnislaust það er, að segja söguna þarna. En einmitt þetta atriði
sannar miklu fremur, að bak við söguna búi gömul arfsögn. Og sú
arfsögn hefir lifað vegna örnefnanna Eikibrekka, Eikisík og Skorðu-
mýrr. Höf. hefir þekkt þessi örnefni og söguna, sem þeim fylgdi, og
því ekki þótzt geta látið hana liggja í þagnargildi, þótt hann vissi
varla, hvernig hún kom óeirðunum við.
Sama er að segja um söguna um Geira í Holti. Höf. veit ekkert
um Geirdísi í Holti og Geira, son hennar, né hvers vegna Karl rauði
á sökótt við hann, en hann þekkti mæta vel staðinn Geiravelli og það,
sem sagt var um uppruna þess nafns, og því tekur hann þetta með
í sögu sinni, alveg samhengislaust við aðra kafla hennar. (Svarfd., kap.
25). Raunar getur verið, að Geiri og Geirdís hafi verið kynnt í því,
sem nú er glatað úr 10. kap., en engu að síður er þetta örnefnissaga.
Merkar sagnir, sem ætla mætti, að freistandi liefði verið að nota
sem hlekki í skáldlegri atburðakeðju, eru sagðar án þess að standa
í lífrænu sambandi við söguna. Einkum á þetta við urn orð þau, sem
Yngveldur fögurkinn lætur falla við fæðing þeirra Ásgeirssona frá
Brekku, bræðra sinna. Tilgangurinn er þarna enginn annar en sá, að
hirða þessa alþekktu setning, sem höfð var eftir einni af söguper-
sónunum, án þess að hún í raun og veru komi sögunni hætis hót
við. (Svarfd., kap. 14).
Enn fleiri dæmi mætti nefna, þar sem höf. greinir frá atburðum,
sem ekki falla inn í þráð sögnnnar eða koma jafnvel í bága við meg-
inatriði hennar, eins og það, að óvinirnir Karl rauði og Ljótólfur eru
sagðir leggja með sér félag um fiskveiðar í ánni. Má sjá á orðalagi
sögunnar, að höf. furðar sjálfan á þessu, en hann tekur það samt
með. (Svarfd., kap. 13).