Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1941, Blaðsíða 76
70
er þrístrendur, 4 fet á lengd. Á báðum hliðarflötunum er máð og breytt
latínuletr, 3 línur hvorum megin, enn stryk milli lína og utan með. Á
mjórri röð, sem upp snýr, er og ein lína. Ekki verður lesið á stein
þenna, svo að samhengi fáist, enn á öðrum enda hanns standa staf-
irnir I H S. Þessi steinn er sjáanlega eldri en hinn.1 2) Báðir eru þeir
úr stuðlabergi (basalt).« Litlu betur gekk Brynjólfi Jónssyni að lesa á
steininn, er hann skoðaði hann 8 árum síðar). Hann lýsir honum
þannig: Hann »hefir verið alsettur letri n'ema á þá hlið, sem hann
liggur á. En af því steinninn er áveðurs, er hann orðinn svo sand-
barinn,3) að torvelt er að lesa á hann. Þó þóttist jeg geta sjeð þessi
orð: »Fædd 1728 þann 10. Februarii.« Þau eru ofan á steininum.
Jeg kom fyrst að Kirkjubæ að kvöldi dags 28. Ág. 1915, og
skoðaði og skrásetti steininn næsta morgun, áður en jeg hjelt áfram
ferð minni. Gerði jeg lýsing á honum og tókst að lesa áletrunina
nokkurn veginn, einkum á fremri hlið, því að hún er ekki eins eydd
og áletrunin á hinni hliðinni. Aftur kom jeg að Kirkjubæ 28. Júlí 1933
og var þar 2 nætur. Tókst mjer í það sinri að ráða nokkurn veginn
til fullnustu fram úr áletruninni á aftari hliðinni. Siðast-liðið sumar
(1941) var steinninn fluttur tii Reykjavíkur, til þess að láta skýra
áletrunina á honum. Var jeg þá beðinn að leiðbeina steinsmiðnum, og
þótti mjer það ekki verða betur gert með öðru móti en því, að bera
svartan lit á stafina, svo sem jeg gat bezt sjeð, að þeir voru eða
myndu hafa verið. Við þetta verk urðu mjer einstöku smáatriði í
áletruninni glöggari en áður, og hygg jeg, að hún sje nú fullráðin,
og fyllilegá skýr. Mjer þótti ekki rjett að láta höggva steininn upp aftur,
en rjeð til að láta gera inyndir af honum og prenta á blað, áður
en hann yrði lagður aftur á leiðið; var það gert, og var áletrunin
prentuð á sama blað með nútímastafsetningu4) og venjulegu letri.
Áletrunin kemur svo vel fram á myndunum af steininum, að ekki
mun þörf á að setja hana hjer með nákvæmlega sama rithætti og er
á henni á steininum, en prenta hana með venjulegu ietri, leyzta úr
böndum, og síðan með nútíma rithætti.
1) Sem cr í kirkjugarðinum einnig og er frá 1623, eins og Sigurður hefur sjeð.
2) Árb. 1894, bls. 20.
3) »Sandborinn« mun prentvilla.
4) Urðu nokkrar misfellur á þessu í prentuninni, að því er snerti áletrunina á
mjóa fletinum, sett Febr. fyrir Sept. og sleppt úr Deyði 1791