Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1941, Blaðsíða 63
61
En hin svo-nefnda byskupabúð bendir til, að túnið hafi fyrrum ekki
náð alveg að ánni, enda var brúin á henni þar nærri og stöðug um-
ferð um þingtímann norðan-undir Byskupshólunum, að minnsta kosti.
Það, sem sjera Guðmundur á við með orðum sínuni um sljettun
vallanna, er nefnt áður í Árb. 1921—22, bls. 64, aths. 1 nm — Síðar
ljet alþingishátíðarnefnd sljetta vellina, bæði hina neðri, sem lagaðir
höfðu verið 1920—21, og hina efri, sem jeg mótmælti skriflega, að yrðu
sljettaðir, vegna þess, að þar voru fjöldamargar gamlar götur, senniiega
æva-gamlar sumar, og vallgrónar, frá tíð alþingishaldsins. — Jeg vildi
reyna að græða alla vellina, græða rotur og flög, sem voru í þeim, laga
neðri vellina aftur eftir vegargerðina um þá 1907, því að fyiir mín orð
var þá, er jeg var að láta laga neðri vellina, jafnframt gerður sá akvegur,
upp fyrir Kastalana, þar sem Valhöll var þá, sem er milli vallanna efri
og neðri. Girðingar setti jeg um völluna til að reyna að bægja stórgrip-
um frá þeim, meðan þeir væru að gróa, en aldrei ætlaðist jeg til, að
þær girðingar stæðu um áratugi og hindruðu umferð gangandi fólks
um vellina, sízt eftir að þeir hefðu lagazt og gróið.
Jeg hefi hjer að framan látið þá skoðun mína í ljós, í samræmi
við það, er jeg hafði áður sagt í Árb. 1921-22, bls. 76* 1), að sá hólmi,
sem lögrjettan var á í byrjun 16. aldar og konungsleyfi var veitt til
að flytja hana .úr 1563, þar eð staður lögrjettu þar var talinn eyddur
af vatnagangi, hafi áður verið hluti af völlunum austan ár og staðúr
lögrjettu í hólmanum hinn sami og ætíð hafði verið frá fornu fari.
Leyfi konungs til flutnings lögrjettu var fengið fyrir umkvartanir og
beiðni lögmannanna, Eggerts Hannessonar og Páls Vigfússonar, brjef
höfuðsmanns, Páls Stígssonar, og, ef til vill, jafnframt fyrir atbeina
hálfbróður hans, Henriks Krags, er varð eftirmaður lians (1567). Leyfi
Joetta hefir sýnilega ekki verið notað næstu árin eftir að það var fengið,
heldur hefur verið notazt við hinn gamla lögrjettustað, — ef til vill
með einhverjum umbótum á honum, — því að vorið 1574, 5. apríl,
skrifar konungur, svo sem getið var hjer að framan, að alþingi skuli
eftirleiðis haldið í Kópavogi, sem er í námunda við Bessastaði, aðseturs-
stað höfuðsmanns; sem ástæða til flutnings þingsins er þá talið, að
það sje »paa En fast vbeleylig sted for menige mand som thiid sculle
söge, oc at samme thing bedre kand holdis oc vden störe fare, wed
því síður mun þetta hafa verið, sem eg minnist þess, að mér hafi sagt verið, að engin
búð hafi verið í tiíninu, nema einungis Gyrðsbúð á Biskupshólunum.« Sjera Einar var
prestur á Þingvölluni 1S22—28. Sbr. Árb. 1921—22, bls. 103.
1) Fyrir samhengis sakir í þessum athugasemdum nú kemst jeg eltki hjá að
endurtaka sumt, sem jeg tók fram í þeirri grein.