Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1941, Blaðsíða 7

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1941, Blaðsíða 7
7 í Hrossey, er hann nefndur Gaukur Trandilsson.1). — Hann hefur verið langmestur niaður og frægastur allra hinna nánustu afkomanda Þorbjarnar Iaxakarls og að sjálfsögu höfuðpersónan í sögu þeirri, er við hann var kennd, Gauks sögu Trandilssonar, sem hefir verið til á bókfelli fram á 14. öld að minnsta kosti2) og á pappír sennilega fram á 19. öld, kölluð Þjórsdælasaga, sje það rjett, sem Vigfús Jóns- son (geysir) sagði um 1855, að hann hefði átt hana og lesið.3) í rit- gerð þeirri í Skírni 1931, er nú var getið, eftir Guðna Jónsson, ei allt tekið fram, sem kunnugt er um Gauk. — Þar sem Gaukur hefur búið eða verið í Stöng, eru miklar líkur til, að Þorkell trandill, faðir hans, hafi einnig búið þar áður. Ekki er neitt bæjarstæði í dalnum kennt við hann. Þess var getið hjer áður, að Salgerður Steinólfsdóttir, systir Unu, konu Þorbjarnar laxakarls, giftist Ingjaldi Helgasyni á Þverá syðri í Eyjafirði. Voru þannig ættartengsl milli þessara fjarlægu hjeraða, Þjórs- árda s og Eyjafjarðar. Samgöngur kunna einnig að hafa verið nokkrar milli þeirra, einkum eftir að alþingi hafði verið stofnað, því að Ey- firðingar hafa sennilega farið um Sprengisand og Þjórsárdal, frammeð Þjórsá. Liggur sá vegur, Sprengisandsvegur, hjá bæjarstæði Steinastaða (Steinólfsstaða) í Þjórsárdal enn í dag og mjög skammt frá Stöng. En ættartengslin hafa einnig orðið fleiri milli Þjórsdæla og Ey- firðinga en þau, er þegar hefir verið getið. 1 Glúmssögu eru nefndar systur tvær úr Þjórsárdal, Otkatla og Una Otkelsdætur. Var Otkatla gift Hlenna hinum spaka (eða hinum gamla) Örnólfssyni (eða Orms- syni) töskubaks og bjuggu þau í Víðinesi og síðar í Saurbæ, en Una var gift Bárði á Skáldsstöðum, syni Halla liins hvíta Þorbjarnarsonar. Er þeirra systra beggja og manna þeirra getið allmjög í sögunni. Þar seni þær eru Otkelsdætur og úr Þjórsárdal, virðist allsendis lík- legt, að þær hafi verið dætur Otkels Þorbjarnarsonar laxakarls og þá þremenningar Víga-Glúms að frændsemi. Hefir Una verið heitin eftir föðurmóður sinni, en Otkatla sennilega eftir annari-hvorri ömmu sinni; bendir það til þess, að dóttir Þorgils, bróður Otkels, hjet einnig Ot- katla, að því er segir í Landnámabókunum. — En þótt þau Víga- Glúmur og Una væru svo skyld, átti þó Vigfús Víga-Glúmsson sök á vígi Bárðar. — Einnig er nefnd í Glúmssögu þriðja eyfirzka konan úr Þjórsárdal, Þorkatla, kona Þorvalds króks á Grund, Þórissonar, 1) Sjá Skírni 1931, bls. 152 — 64. 2) Sjá Heidersskrift til Oustav Indrebo, Bergen 1939, bls. 92 — 100, ritgerð eftir ón Helgason. 3) Sbr. Árb. Fornlfjel. 1884 — 85, bls. 51—52. Um Vigfús sjá Blöndu, V. b., bls. 323 - 28.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.