Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1941, Blaðsíða 48
46
sá eða þeir, er sögðu þeim frá stefnum Marðar, hafi verið vestan ár,
er liann fiutti þær, eða nær lögbergi en þeir Flosi og Eyjólfur, en
þessi maður eða þeir menn, er fluttu þeim fregnina, hafa tekið eftir,
hvað farið hafði fram þar, hafa getað heyrt stefnurnar, hvoru megin,
sem þeir hafa verið.
Pessu næst getur sjera Ouðmundur um þann aflagaða rithátt í
nokkrum þappírshandritum frá 17,—18. öld af Sturlungasögu, að í
frásögninni þar frá Grýlu stendur, að Snorri hafi látið gera hana »upp
frá lögrjettu.« Hafði jeg talið líklegt, að þeim, er þetta skrifuðu í hand-
rit sín á 17. (og 18.) öldinni liafi fundzit það í alla staði eðlilegt, þar
sem lögrjettan var þá rjett hjá lögbergi, og þeir hafi álitið, að Grýla
hafi verið upp frá þeim stað, sem lögrjettan var á, er þessi handrit
voru skrifuð. Sjera Guðmundi virðist þetta benda til þess, að afritarinn
hafi »þótzt vita með vissu, hvar Grýla hefur staðið, einmitt upp frá
lögrjettu, þar sem hún þá var, en þar »upp frá« er ekki um neitt ann-
að manvirki að ræða en það, sem merkt er nú með »Lögberg,« eða
þetta stóra mannvirki á eystri barmi Aimannagjár; svo á 17—18 öld
hefur þetta mannvirki verið talið Grýla Snorra Sturlusonar«. Jeg álít, að
skrifarar þessara tveggja handrita, eða raunar skrifari þess pappírshand-
rits, sem þau eru runnin frá, Björn Jónsson á Skarðsá, hafi ekki vitað
nje þótzt vita neitt annað viðvíkjandi Grýlu en það, sem í sögunni
stóð, en hitt kunni hann, ef til vill, að hafa þótzt vita, að lögrjetta og
lögberg hafi verið eitt, og þótt eðlilegra að rita upp frá »lögrjettu«
en »upp frá lögbergi;« hann hefur vitað, að lögrjetta var vestan ár, og
hvar hún var þar, og hann sá af sögunni, að Snorri hafði látið gera
Grýlu vestan ár, og »upp frá Iögbergi,« og honum og hinum afritaran-
um hefur þótt þetta koma vel heim. Björn á Skarðsá var lögrjettumaður
um 30 ár (frá því um 1616 til 1646) og var því vel kunnugur á alþingis-
staðnum; en það er raunar ekki víst, að breytmgin stafi frá honum. Að
sönnu hefir, ef til vill, verið lijer í fyrstu að eins um misritun að ræða.
— Ekki þykir mjer líklegt, að ritað hafi verið »upp frá Iögi jettu« fyrir
»upp frá lögbergi« af því, að sá eða þeir, sem það hafa gert, hafi talið
mannvirkið leifar Grýlu. Hvergi kemur sú sögn eða skoðun fram fyrr
á tímum.1) Ekki minnist Sigurður Björnsson á neitt slíkt, nje Jón Ólafs-
son. En þeir, sem skrifuðu hin umræddu handrit, sjerstaklega Björn
á Skarðsá, kunna einnig að hafa vitað um það, að hið forna nafn á
lögbergi hjelzt enn við, á berginu vestan- og ofan-við lögrjettuna. Þeim
mun einnig hafa verið vel kunnugt um mannvirkið þar efst á berginu,
1) En Sigurði Ouðmundsyni liefur komið hún til hrtgar, án þess, að liann hafj
taiið haiia rjetta; hann segir á bls. o4, neðst, í Alþst. h. f.: »Sunúr kunna að álíta
þetta leifar Orýlu.«