Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1941, Blaðsíða 104

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1941, Blaðsíða 104
Mjóifjörður í Snæfellsnessýslu. Úr örnefnalýsingu Dældarkots í Helgafellssveit. I sambandi við örnefni í Dældarkotslandi vildi jeg minnast nokk- uð á Mjóafjörð, sem nú er kallaður Nesvogur og hefur sennilega verið nofndur svo um langa hríð, en það er víst, að fjörður þessi hef- ur áður heitið Mjóifjörður; sjest það t. a. m. á landamerkjaskrá Helgafellsklausturs frá 1250, þar er hann nefndur sem landamerki milli lands klaustursins og Grunnasundsness; en annar vogur, lítill, sem er skammt vestur frá bænum í Gunnasundsnesi og gengur inn á milli Búðaness og Tanga, hefur heitið Nesvogur, og við hann hefur verzlunin verið áður en hún fluttist inn í nesið, þangað, sem nú er Stykkishólmskauptún; þar var lengi fyrrum hjáleiga frá Grunna- sundsnesi, sem kölluð var Stekkjartangi. Talið hefur verið, að þau álög hvíldu á Mjóafirði (,,Nesvogi“), að 20 manns skyldu drukkna í honum, en hvað, sem um það er, þá er það víst, að margir hafa farizt í honum. Ástæðan til þess var sú, að áður en akbrautin var lögð frá Stykkishólmi upp í sveitina, var það venja, að taka af sjer allmikinn krók, sem var á leiðinni, er farið var fyrir botn fjarðarins, og oft var færð slæm með firðinum að neðan- verðu. Var þá farið af Móásnum og á ská yfir að Byrgisborg í Grunnasundsnesi. Var oft farinn ísinn, þó að ótraustur væri, en eftir firðinum er áll, og voru þar oft vakir, þótt sæmilega góður ís væri beggja vegna álsins. Ætla jeg nú að geta þess fólks, sem mjer er kunnugt um, að drukknað hafi í firðinum (eða vognum). 1 Grímsstaða-annál er þess getið, að á aðfangadag fyrir jól árið 1707 hafi drukknað 4 manneskjur í „Nesvog í Helgafellssveit; þær ætluðu til jólatíða upp að Helgafelli, eður fóru frá jólatíðum; gekk (fólk þetta) út á óheldan ísinn, datt síðan allt ofan-í í einu. Ás- mundur, sem lengi bjó síðar í Nesi (þ. e. Ásmundur Eyjólfsson í Grunnasundsnesi, maður Sigríðar Salómonsdóttur, er fylgdi Jóhanni Gottrup. H. Þ.), kom fram á brekkuna, þá það var á ísinn komið, og kallaði til þess, að ógengur væri ísinn. Ein stúlka staldraði eftir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.