Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1941, Blaðsíða 110
Skýrslur
I. Aðalfundur 1941.1)
Hann var haldinn í lestrarsal Þjóðskjalasafnsins laugardaginn
13. des. 1941, kl. 5 síðdegis.
Formaður setti fund og skýrði frá því, að þrír fjelagsmenn hefðu
látizt síðan síðasti aðalfundur var haldinn, þeif
Marteinn Meulenberg, biskup,
Pjetur Halldórsson, borgarstjóri, og
Georg Ólafsson, bankastjóri.
Formaður minntist nokkrum orðum sjerhvers þessara látnu fje-
lagsmanna og vottuðu fundarmenn þeim virðing sína með því, að
rísa úr sætum.
Þá gat formaður þess, að 26 nýir fjelagsmenn hefðu bæzt við á
árinu, þar af 4 ævifjelagar.
Því næst skýrði formaður frá framkvæmdum fjelagsins á árinu,
þ. e. útgáfu árbókar fyrir árið 1940, og gat þess, að bráðlega myndi
byrjað að prenta árbók ársins 1941, sem þó, e. t. v., yrði sameinuð
árbók 1942.
Síðan gerði formaður grein fyrir fjárhag fjelagsins; lagði fram
og las upp endurskoðaðan reikning þess fyrir árið 1940. Átti f jelagið
í reikningslok 3938,41 kr. í sparisjóði, auk hins svo-nefnda fasta
sjóðs síns, sem var 3500,00 kr. eins og á síðasta reikningi. Hafði
formaður samþykkt reikninginn og endurskoðendur ekkert haft við
hann að athuga. Er hann prentaður hjer á eftir.
Þá var gengið til kosninga embættismanna og fulltrúa. Voru þeir
formaður, ritari og fjehirðir allir endurkosnir. Enn fremur voru
varaformaður og vararitari endurkosnir, og í stað Pjeturs Halldórs-
sonar, er fallið hafði frá, var Jón Jóhannesson, cand. mag., kosinn
varafjehirðir. Endurskoðendur voru einnig endurkosnir.
Or fulltrúaráðinu skyldu að þessu sinni ganga þeir Jón Ásbjörns-
1) Á bls. 155 í árb. 1940 er prentað skakkt ártalið efst, 1939 fyrir 1940.