Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1941, Qupperneq 7
7
í Hrossey, er hann nefndur Gaukur Trandilsson.1). — Hann hefur
verið langmestur niaður og frægastur allra hinna nánustu afkomanda
Þorbjarnar Iaxakarls og að sjálfsögu höfuðpersónan í sögu þeirri, er
við hann var kennd, Gauks sögu Trandilssonar, sem hefir verið til
á bókfelli fram á 14. öld að minnsta kosti2) og á pappír sennilega
fram á 19. öld, kölluð Þjórsdælasaga, sje það rjett, sem Vigfús Jóns-
son (geysir) sagði um 1855, að hann hefði átt hana og lesið.3) í rit-
gerð þeirri í Skírni 1931, er nú var getið, eftir Guðna Jónsson, ei
allt tekið fram, sem kunnugt er um Gauk. — Þar sem Gaukur hefur
búið eða verið í Stöng, eru miklar líkur til, að Þorkell trandill, faðir
hans, hafi einnig búið þar áður. Ekki er neitt bæjarstæði í dalnum
kennt við hann.
Þess var getið hjer áður, að Salgerður Steinólfsdóttir, systir Unu,
konu Þorbjarnar laxakarls, giftist Ingjaldi Helgasyni á Þverá syðri í
Eyjafirði. Voru þannig ættartengsl milli þessara fjarlægu hjeraða, Þjórs-
árda s og Eyjafjarðar. Samgöngur kunna einnig að hafa verið nokkrar
milli þeirra, einkum eftir að alþingi hafði verið stofnað, því að Ey-
firðingar hafa sennilega farið um Sprengisand og Þjórsárdal, frammeð
Þjórsá. Liggur sá vegur, Sprengisandsvegur, hjá bæjarstæði Steinastaða
(Steinólfsstaða) í Þjórsárdal enn í dag og mjög skammt frá Stöng.
En ættartengslin hafa einnig orðið fleiri milli Þjórsdæla og Ey-
firðinga en þau, er þegar hefir verið getið. 1 Glúmssögu eru nefndar
systur tvær úr Þjórsárdal, Otkatla og Una Otkelsdætur. Var Otkatla
gift Hlenna hinum spaka (eða hinum gamla) Örnólfssyni (eða Orms-
syni) töskubaks og bjuggu þau í Víðinesi og síðar í Saurbæ, en Una
var gift Bárði á Skáldsstöðum, syni Halla liins hvíta Þorbjarnarsonar.
Er þeirra systra beggja og manna þeirra getið allmjög í sögunni.
Þar seni þær eru Otkelsdætur og úr Þjórsárdal, virðist allsendis lík-
legt, að þær hafi verið dætur Otkels Þorbjarnarsonar laxakarls og þá
þremenningar Víga-Glúms að frændsemi. Hefir Una verið heitin eftir
föðurmóður sinni, en Otkatla sennilega eftir annari-hvorri ömmu sinni;
bendir það til þess, að dóttir Þorgils, bróður Otkels, hjet einnig Ot-
katla, að því er segir í Landnámabókunum. — En þótt þau Víga-
Glúmur og Una væru svo skyld, átti þó Vigfús Víga-Glúmsson sök
á vígi Bárðar. — Einnig er nefnd í Glúmssögu þriðja eyfirzka konan
úr Þjórsárdal, Þorkatla, kona Þorvalds króks á Grund, Þórissonar,
1) Sjá Skírni 1931, bls. 152 — 64.
2) Sjá Heidersskrift til Oustav Indrebo, Bergen 1939, bls. 92 — 100, ritgerð eftir
ón Helgason.
3) Sbr. Árb. Fornlfjel. 1884 — 85, bls. 51—52. Um Vigfús sjá Blöndu, V. b.,
bls. 323 - 28.