Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1941, Qupperneq 52
50
til lögbergs, þótt ekki riðu þeir að henni. En í þriðja lagi er eðlilegt
að segja, að menn riðu til lögbergs, annars staðar að af þingstaðnum,
þótt þeir riðu ekki alveg þjett að áhleðslunni á því eða annars staðar
fast að því. Það er jafnvel svo að sjá, sem Þorvaldur Snorrason hafi
riðið með Snorra, eins og sjera Guðmundur álítur einnig; hann ræðir
við Sighvat Sturluson, sem »var at lögbergi«, og vill reyna að fá þá
bræður til að fara að »ta!a um Snorrungagoðorð«, en þeir höfðu átzt
fátt við um þingið, »ok lítt fóru menn á millum þeira. Virðist þetta
fremur benda til, að þeir Snorri og Þorvaldur hafi stigið af hestum
sínum, er þeir voru komnir til lögbergs, eða svo að kalla, og síðan
hafi Þorvaldur gengið, hann að minnsta kosti, á fund Sighvats.
Sannið til: Allar frásagnir í Sturlungasögu og öðrum fornritum
vorum koma heim við staðháttu og fornleifar á Þingvelli að svo miklu
leyti, sem þær koma hverjar öðrum við. Lögberg væri enn þekkjan-
legt og kæmi heim við hinar fornu frásagnir, þótt þar væri ekki það
forna mannvirki, sem þar eru enn í dag leifar af. Hinar fornu frásagmr
einar eru nægar til að færa mönnum heirn sanninn um það, að sú
kenning, sem breidd var út á 18.—19. öld, um að lögberg hafi verið
austur á Spönginni, hlýtur að vera alveg röng. En staðhættir og forn-
leifar, svo sem þær eru, og einkum svo sem þær voru fyrir 1724,
benda ákjósanlega glöggt á, hvar lögberg hafi verið vestan ár. Og
nú er eftir ótalið hið þriðja .sönnunargagnið um þetta sama: Fornt
örnefni.
Ýmsir menn á vorum dögum hafa viljað líta svo á, að það sje
ótrúlegt og jafnvel óhugsandi, að það skyldi gleymast, livar lögberg
var, eða að örnefnið Lögberg á alþingisstaðnum skyldi glatast, og
síðan skyldi það nafn festast við annan stað þar, sem aldrei hefði
verið lögberg. Þessi skoðun manna hefur sennilega átt drjúgan þátt í
því, að halda við, jafnvel allt fram á þessa öld, hjá ýmsum mönnum
þeirri trú, að lögberg hafi verið á Spönginni, svo sem þeir vissu, að
sagt hafði verið í manna minnum og haldið fram hiklaust í búða-
skipuninni frá árinu 1700. Þeir rengdu sannanirnar, sem fólust í frá-
sögnum hinna fornu rita,*og þeir virðast ekki hafa skilið hina allra-
sterkustu sönnunina, sem lá í hinu jarðbunda, forna mannvirki á gjá-
bakkanum, enda þótt það væri þar á þeim stað, sem af náttúrunnar
hendi var betur til þess fallinn, að hafa verið lögberg, en nokkur
annar blettur á öllum alþingisstaðnum. Hefði nafnið, örnefnið, Lög-
berg haldizt við enn á 19. öld sem heiti á þessum stað, þá hefði víst
enginn haldið því fram, að það væri þar rneð órjettu, þar sem þá líka