Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Page 116
118
hafi, áður en þær brotnuðu, verið a. m. k. eins stórar og þær, er
séra Daði skýrir frá. Hefur ekki verið öfundsvert að sitja í baðstofu-
kytrunni í Sandártungu það febrúarkvöld, er slík vikurhríð dundi á
þekjunni.
Ofan á laginu frá 1693 er fokmold, blönduð grófum vikri, en ofar-
lega í göngunum er annað lag af nærri hreinum vikri, líkum að út-
liti vikrinum frá 1693, en nokkru fíngerðari (þvermál köggla 1—3
sm). Má telja öruggt, að þessi vikur sé úr gosinu 1766, en þá lagði
vikurlagið aftur til norðvesturs, yfir sömu slóðir og 1693. Ofan á
þessu vikurlagi er fokmold með fokvikri, og efst í henni lag af sand-
grófri, svartri ösku, rúmlega 5 sm þykkt og 2—3 sm undir yfir-
borði. Um aldur þessa öskulags þarf ekki að deila. Það er úr Heklu-
gosinu síðasta, þó ekki úr fyrstu goshrinunni, heldur myndað af
hinum tíðu öskuföllum í maí og júní 1947, en á því tímabili lagði
öskumökkinn oftast yfir norðurhluta Landsveitarinnar og innri hluta
Þjórsárdals.
I bæjarhúsunum í Sandártungu lá víðast moldarlag milli gólfs og
aðalvikurlagsins, sbr. snið B., sem var mælt þvert yfir baðstofuna.
I baðstofunni var nær enginn vikur milli moldarlagsins og gólfsins,
en í öðrum húsum var víðast þunnt lag af fínum vikri (fokdreif eða
borið inn af mönnum) og sums staðar vikurlinsur milli moldarlags
og gólfs. Er vart að efa, að moldarlagið muni vera úr húsþekjunum.
Hefur því vikur borizt inn í bæjargöngin strax eftir að bærinn var
yfirgefinn, en ekki borizt að ráði inn í önnur hús, fyrr en eftir að þök
voru fallin. Þykir mér líklegt, að bærinn hafi verið rifinn, máttarvirðir
fluttir burtu, og þökin því fallið fljótt, eftir að bærinn var yfirgefinn.
Að því undanskildu, að húsþök í Sandártungu virðast hafa fallið
fyrr, miðað við brottflutning úr bænum, en húsþökin í Stöng og á
Þórarinsstöðum, og minni vikur því borizt inn á milli þaka og gólfa,
er afstaða vikursins til rústanna alveg hliðstæð á þessum þremur
bæjum. Var og vart við öðru að búast, því að sömu urðu örlög
þessara þriggja bæja: Eyðing í Heklugosi.
SUMMARY
Two Recently Excavated 15th—17th Century Farm Ruins.
Archaeological investigation in Iceland has so far been mostly centered
around the oldest farm ruins and accordingly we have a fairly clear idea
of what the houses of the time of settlement in the Viking Age, the
so-called Saga-time, were like. On the other hand, the evolution of the