Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1963, Síða 1
GÍSLI GESTSSON
ALTARISKLÆÐI FRÁ SVALBARÐI
ÞJMS. 10933.
1 Þjóðminjasafni Islands er geymt altarisklæði fornt, saumað með
refilsaum, miðlungi haglega, og er þó veglegt klæði. Það er úr Sval-
barðskirkju, kom til Nationalmuseet í Kaupmannahöfn árið 1847,
en var gefið þaðan til Þjóðminjasafnsins árið 1930. Ekki fylgir sög-
unni, úr hvaða Svalbarðskirkju klæðið er, en af ýmsu má ráða, að
það sé frá Svalbarði við Eyjafjörð, en kirkja var þar helguð Jóhann-
esi postula. Klæðið er 90 X115 sm að stærð, og á því eru 12 kringlóttir
reitir í þremur láréttum röðum, og er sín myndin í hverjum reit, en
á milli reitanna eru ýmis fléttumunstur eða rósir, og enda flestar
greinar og bönd í þriggja eða fimm blaða liljum. Það hefur vafizt fyrir
mönnum að skýra efni myndanna. Matthías Þórðarson segir t. d.: „I
öllum myndkringlunum eru hópmyndir, sumar úr fæðingarsögu og
píslarsögu Krists, sumar úr jarteinasögu biskups nokkurs, þ. e. 3
liinar fremstu í 3. röð. 1. mynd í miðröðinni sýnir fæðinguna og 2.
flóttann til Egiptalands, en báðar miðmyndirnar í efstu röð sýna
atriði úr píningarsögunni, húðstrýkinguna og þyrnikrýninguna."1
Mér hefur komið í hug að leita skýringarinnar á öðrum stað. Tel ég
víst, að allt efni myndanna sé sótt í sögu Jóhannesar postula og guð-
spjallamanns eða Jóns sögu postula, eins og hún er nefnd víðast
hvar. Efni myndanna er svo sem hér segir, talið lárétt frá vinstri
til hægri:
1. mynd, dæmisaga um hana.
2. mynd, húðstrýking Jóhannesar.
3. mynd, hárið klippt af postulanum til háðungar.
4. mynd, postulinn situr í potti með vellandi viðsmjöri.
5. mynd, Jóhannes vekur Drúsíönu upp frá dauðum.
6. mynd, postulinn og spellvirkinn.