Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1963, Page 2
6
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Altarisklæöið frá Svalbaröi.
7.
8.
9.
10.
11.
12.
mynd, saga um tvo bræður og brotna gimsteina.
mynd, saga um tvo öfundsjúka bræður.
mynd, Jóhannes tekur við eiturbikar frá Aristódímusi.
mynd, Aristódímus tekur við kápu postula.
mynd, Aristódímus lífgar tvo glæpamenn með kápunni.
mynd, Jóhannes postuli í gröf sinni.
Jóns saga postula er til í fjórum gerðum samkvæmt skilgreiningu
Ungers í Postola sögum:
I. gerð er í Postola sögum prentuð á bls. 412—436 eftir AM 630
4t0, sem er afrit af AM 652 4to, gömlu skinnhandriti frá lokum 13.
aldar.
II. gerð er prentuð í sömu bók, bls. 445—454, eftir AM 656 4t0,
skinnbók, líklega frá byrjun 14. aldar.
III. gerð er prentuð í Postola sögum, bls. 455—465, eftir AM 623
4t0, sem talið er vera frá síðari hluta 13. aldar. (Það handrit er enn-
íremur gefið út sérstakt af Finni Jónssyni í Kph. 1927).