Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1963, Page 3
ALTARISKLÆÐI FRÁ SVALBARÐI
7
1. mynd. Dœmisaga um hana.
IV. gerð, Litla Jóns saga, er prentuð á sama stað, bls. 466—513,
eftir AM 649 4to, skinnhandriti, að mestu frá miðri 14. öld.
Loks er ein gerð sögunnar hluti af Tveggja postula sögu Jóns og
Jakobs;*) hún er prentuð í Postola sögum Ungers bls. 536—711 eftir
afriti af Codex Scardensis, sem síðan var gefinn út ljósprentaður í
Kbh. 1960, en það handrit er talið frá síðari hluta 14. aldar.2
Hér á eftir verða myndirnar á klæðinu ræddar hver fyrir sig og
þeim valinn texti úr Tv. p. s., en síðan er samræmi myndanna við
gerðir sagnanna rætt. Textinn er færður til nútímastafsetningar, en
sérkennilegum orðmyndum og beygingum er þó haldið.
1. mynd. Dæmisaga um hana.
„Blessaður Jóhannes, dásamlegur í sínum hugarkrafti, gaf það
eftirdæmi guðs þjónustumönnum að lina stundum sitt erfiði og
og hverfa svo nýr aftur í guðlegt embætti,--oftlega sem hann
*) Hér eftir eru þessar sögur nefndar I, II, III, IV og Tv.p.s.