Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1963, Side 5

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1963, Side 5
ALTARISKLÆÐI FRÁ SVALBARÐI 9 strengurinn stæði jafnan sem harðastur, stykki hann og þyldi eigi. Boginn er og í sinni grein nauðsynjaður, að strengurinn linist, því að hann verður uppbendur því betri og skarpari, sem hann venst eigi í sama bug hverja stund frá annarri". Postulinn svarar þá bros- andi: „Nú hefir þú, bróðir minn, sjálfur leyst þá spurning, er þú fram settir mér í fyrstu. Láttu þinn bogastreng skiljast fyrir mína náttúru, að svo sem þú sagðir honum ofboðið verða jafnan harður að vera, má eigi mannleg náttúra því orka að halda æ jafnan sama stríðleika. Svo og sem bogi þinn er nýbendur því örvari sem hann hvílist betur í linan strengsins, er mannsins hugskot því betur tendrað í lystugleik góðra verka sem það mæðist miður í sama þunga.“3 Dæmisöguna um hanann vantar í I og II. I III er hún nokkuð öðruvísi; þar er það leikari, sem á bogann, en ekki veiðimaður, og má eins skilja það svo, að hann sé með fiðluboga. Auk þess er sag- an þar næst á eftir sögunni um illvirkjann. f IV er sagan lík og í Tv. p. s. Á myndinni sést, hvar postulinn situr á stóli og leikur að hananum, (sem er þó ekki hvítur). Frammi fyrir honum situr maður með boga, og má vera, að hann sé ,,að vísa hendinni niður til bog- ans“, en óneitanlega minnir hann mjög mikið á fiðlarann úr Niðar- óssdómkirkju. Yfir postulanum og veiðimanninum er brotin lína, sem er saman sett úr tveimur og hálfum boga. Á línunni eru þriggja- blaðaliljur eins og á rósunum, sem eru á milli myndahringanna. Línan á vafalaust að tákna hús það, sem postulinn situr í. Má því segja, að myndin komi álíka vel heim við þrjár síðustu gerðir sög- unnar, III, IV og Tv. p. s. 2., 3. og U. mynd. Rómarför. Á næstu þremur myndum er lýst píslum Jóhannesar í Róm. Jarl Efesusborgar hefur flutt Jóhannes með sér til Rómaborgar, og er hann kemur þangað, „---------gjörir jarlinn kunnigt Domiciano keisara--------að hann og Jóhannes eru komnir í borgina. Og í stað, sem hinn grimmasti Domicianus víkingur heyrir það, verður liann svo reiður, að hvorki vill hann láta koma sér i augsýn postulann né jarlinn, utan heldur býður í stað með djöfullegu forsi svo berast sín orð jarlinum, að hann leiði Jóhannem fyrir borgarhlið í Róma, er Latina heitir, flettandi hann í fyrstu öllum klæðum, en síðan lemj- andi með harðri húðstroku. Eftir svo gjört býður hann jarlinum að klippa allt hár brott af postulans höfði sem ljótlegast og næst sverð-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.