Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1963, Side 5
ALTARISKLÆÐI FRÁ SVALBARÐI
9
strengurinn stæði jafnan sem harðastur, stykki hann og þyldi eigi.
Boginn er og í sinni grein nauðsynjaður, að strengurinn linist, því
að hann verður uppbendur því betri og skarpari, sem hann venst
eigi í sama bug hverja stund frá annarri". Postulinn svarar þá bros-
andi: „Nú hefir þú, bróðir minn, sjálfur leyst þá spurning, er þú
fram settir mér í fyrstu. Láttu þinn bogastreng skiljast fyrir mína
náttúru, að svo sem þú sagðir honum ofboðið verða jafnan harður
að vera, má eigi mannleg náttúra því orka að halda æ jafnan sama
stríðleika. Svo og sem bogi þinn er nýbendur því örvari sem hann
hvílist betur í linan strengsins, er mannsins hugskot því betur
tendrað í lystugleik góðra verka sem það mæðist miður í sama
þunga.“3
Dæmisöguna um hanann vantar í I og II. I III er hún nokkuð
öðruvísi; þar er það leikari, sem á bogann, en ekki veiðimaður, og
má eins skilja það svo, að hann sé með fiðluboga. Auk þess er sag-
an þar næst á eftir sögunni um illvirkjann. f IV er sagan lík og
í Tv. p. s. Á myndinni sést, hvar postulinn situr á stóli og leikur að
hananum, (sem er þó ekki hvítur). Frammi fyrir honum situr maður
með boga, og má vera, að hann sé ,,að vísa hendinni niður til bog-
ans“, en óneitanlega minnir hann mjög mikið á fiðlarann úr Niðar-
óssdómkirkju. Yfir postulanum og veiðimanninum er brotin lína,
sem er saman sett úr tveimur og hálfum boga. Á línunni eru þriggja-
blaðaliljur eins og á rósunum, sem eru á milli myndahringanna.
Línan á vafalaust að tákna hús það, sem postulinn situr í. Má því
segja, að myndin komi álíka vel heim við þrjár síðustu gerðir sög-
unnar, III, IV og Tv. p. s.
2., 3. og U. mynd. Rómarför.
Á næstu þremur myndum er lýst píslum Jóhannesar í Róm. Jarl
Efesusborgar hefur flutt Jóhannes með sér til Rómaborgar, og er
hann kemur þangað, „---------gjörir jarlinn kunnigt Domiciano
keisara--------að hann og Jóhannes eru komnir í borgina. Og í
stað, sem hinn grimmasti Domicianus víkingur heyrir það, verður
liann svo reiður, að hvorki vill hann láta koma sér i augsýn postulann
né jarlinn, utan heldur býður í stað með djöfullegu forsi svo berast
sín orð jarlinum, að hann leiði Jóhannem fyrir borgarhlið í Róma,
er Latina heitir, flettandi hann í fyrstu öllum klæðum, en síðan lemj-
andi með harðri húðstroku. Eftir svo gjört býður hann jarlinum að
klippa allt hár brott af postulans höfði sem ljótlegast og næst sverð-