Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1963, Page 6
10
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
2. mynd. Rómarför, húöstrýlcing Jóhannesar.
inum, en síðan steyta honum niður lifanda í viðsmjörsketil vell-
anda, sem til heyrir að refsa keisarans óvin og mótstöðumann Róm-
verja. Þetta boð svo bölvað og grimmdarfullt af fjandans helli, það
er af brjósti Domiciani drepsóttlega framgengið, fyllir greindur
jarl í alla staði, skipandi með digrum metnaði sinn dómstól fyrir
nefndu hliði, bjóðandi sælan Jóhannem þar nálægjast sínu augliti.
---------Síðan býður jarlinn sínum mönnum fullgera hverja hluti,
sem keisarinn hafði boðið, afkiæða postulann og húðstroku veita,
hár hans klippa til háðs og augabragðs allra manna og síðast í við-
smjörsketilinn niður verpa. En á þenna dag sem alla aðra sýnir guð
í himinríki, að eigi má öflgast móti hans hægri hendi ranglætis-
fullur vilji mannanna, því að signaður Jóhannes gekk svo heill og
ósakaður brott af þeim dauðlega hita fyrir almáttigs guðs miskunn
sem hann var allan tíma hlutlaus af óspillilegum bruna síns skæra
líkama, hreinni og bjartari en það gull, er í eldi prófast".4
Á 2. mynd sést, hvar tveir menn húðstrýkja Jóhannes nakinn,
en lengst til hægri á myndinni situr (eða stendur) jarlinn með brugð-