Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1963, Page 8
12
ÁHBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
1). mynd. Rómarför, Jóhannes í viðsmjörskatlinum.
hönd guðs ei’ aðeins talað í IV og Tv. p. s., en ekki er vert að gera
mikið úr því.
5. mynd. Saga um Drúsíönu.
Á 5. mynd eða 1. mynd frá vinstri í miðröð er lýst uppvakningu
Drúsíönu. í Tv. p. s. segir: „-----gengur hinn blessaði Jóhannes
inn í Effesum. Og rétt sem hann kemur í staðinn, er borið annan
veg fram um strætið ein rík húsfrú nýsáluð, Drúsíana að nafni.
Þessi frú hafði verið alla götu hinn bezti vin Jóhannis postula, síðan
hann kom í staðinn, fylgjandi hans kenningum í góðum verkum, —
-----tveim megin fram hjá börunum hlaupa fátækir menn og aum-
ingjar, konur og karlar, grátandi og hátt kallandi og svo segjandi,
síðan þeim er kunnigt orðið, að Jóhannes postuli er svo nálægur,
að hann má heyra kallið, í kominn borgina og sjáandi líkfylgjuna:
„Sé hér,“ segja þeir, „heyrðu, signaður Jóhannes, hvað vér segjum