Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1963, Side 18
22
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
sín örendi. Þessi, sem dauður var borinn, var einn ekkju son,
Stacteus að nafni-----------hinn helgi Jóhannes komst við mjög
og mátti sig eigi fyrir tárum tempra, framfallandi til bænar með
gráti. Og eftir langa stund rís hann upp af bæn og stendur á knjám,
réttandi báðar hendur til himins meður hljóðri bæn, svo að enginn
heyrði nema guð einn. Og er hann hefir svo þrisvar gjört langa
stund í hvert sinn, býður hann afsveipa líkið og talar svo: „Heyr,
ungi maður Stactee — — — Bæði tár og bænir hefir eg fram
steypt mínum drottni, til þess að þú leysist af þínu bandi og rísir
af dauða, vottandi ii bræðrum Attico og Eugenio, hverju þeir hafa
týnt í eilífri dýrð og í hverja pínu þeir hafa runnið.“ Þegar sefn
postuli drottins hefur svo talað, rís ungi maður skyndilega á fætur
brott af börunum gangandi fyrir sælan Jóhannem. og hneigir honum
með knéfalli, talandi hátt og skýrt, það sem honum var boðið, vend-
andi ræðu sinni til ii bræðra svo segjandi sem hér má heyra: „Það
skuluð þið vita, að eg sá varðhaldsengla ykkra mjög grátandi, en
íjandans engla sá eg fagnandi af ykkarri glatan. Eg sá það ríki, er
ykkur var fyrirbúið, hallir reistar og fagurlega samdar með skín-
öndum gimsteinum, fullar meður fagnaði og hverskyns gleði, full-
ar meður skemmtunum og eilífu Ijósi, fullar með ljósi óendilegs
fagnaðar og öllum glaðningum, hvað er þið týnduð og brott köst-
uðuð, aflandi ykkur myrka staði, fulla með drekum og dynjanda
loga, fulla með kvölum og óvirðanlegum pínslum, fulla með skemmd
og harmi, fulla með þröngingum og ótta hræðilegum. Þvílíkir kaup-
menn eru þið----------. Nú er ykkur enginn annar útvegur en biðja
postula guðs með öllu mjúklæti, að svo sem hann reisti mig til lífs
af líkams dauða, svo reisi hann ykkur af andar dauða, því að án
efasemd skuluð þið vita, að ykkur nöfn eru nú af skafin lífsbók, og
þar koma þau eigi síðan, utan þið snúið til iðranar og farið fram
ráðum Jóhannis postula í öllum hlutum, að hann kalli ykkur aftur
til guðs miskunnar."
Og er Stacteus hefir svo talað, kemur ótti mikill yfir fyrrnefnda
bræður, svo að þeir falla til fóta sælum Johanni með öllu lítillæti, —
------mjúklega biðjandi, að hann miskunni þeirra máli og biðji
fyrir þeim til guðs. En hinn sæli faðir Jóhannes gefur þeim and-
svör öllum saman, að þeir skuli gjöra iðran um xxx daga, sýnandi guði
enn í annan tíma sitt hjarta brottsnúið af heimlegum metnaði og
fjárágirni, biðjandi staðfastlega, að greindir gullteinar snerist aftur
í réttlega náttúru, og gimsteinar í þann stétt, sem fyrr héldu þeir.
Þessu boði hlýða báðir bræður, gerandi iðran um xxx daga, og stendur