Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1963, Page 25
ALTARISKLÆÐI FRÁ SVALBARÐI
29
11. mynd. Lífgun glæpamannanna.
fylgir mikil framkvæmd guðlegs valds og vilja, því að án dvöl risu
þeir báðir til lífs frá dauða. Og er Aristódímus sér það, er hann
fullkomlega unninn fyrir lækningarlyf Jóhannis, svo að nú fellur
hann á kné fyrir fætur postulanum með fögrum orðum“.12
Á 9. mynd sést Jóhannes standa með eiturbikarinn í hendi. Frammi
fyrir honum stendur Aristódímus blótbiskup, en við fætur hans
liggja glæpamennirnir hvor um annan þveran, dauðir. Á 10. mynd
sést Aristódímus taka við möttli Jóhannesar, en glæpamenn liggja
eins og á 9. mynd. Á 11. mynd heldur Aristódímus möttlinum yfir
glæpamönnunum, sem nú eru að setjast upp, en Jóhannes virðist
blessa með vinstri hendi. Á 9. og 11. mynd sést höndin (liönd guðs?)
efst í reitnum, en ekki á 10. mynd, enda gerist þar ekki kraftaverk
eins og á hinum myndunum tveimur. Hægra megin við höfuð Aristó-
dímusar á 11. mynd og uppi yfir glæpamönnunum sést fugl fljúga
inn á myndina, líkur erni. Ekki finn ég neitt í neinni gerð Jóns sögu,
sem skýri þetta, og kem ég ekki auga á neina skýringu, sem ekki sé
ágizkun einber.