Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1963, Side 31

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1963, Side 31
ALTARISKLÆÐI FRÁ SVALBARÐI 35 Björnssonar (Pl. 26 í útg. Harry Fett).15 Brotna bogalínan á 1. mynd klæðisins minnir einnig á bogalínu hjá höfði hins kórónaða dýrlings á XXXV. mynd í sömu bók hjá B. Th. (Pl. 25 hjá H. Fett.) Þriggja-laufa-liljurnar, sem víða sjást á greinaendum á klæðinu, minna og á liljur á sömu mynd, og víðar er líkar liljur að finna í bókinni. Greinafléttum, sem koma fyrir á klæðinu á milli mynd- kringlanna, svipar nokkuð til fléttna á XXXII. og XXXIII. mynd og víðar í útgáfu B. Th. (Pl. 20 og Pl. 18 hjá H. Fett). Allt þetta bendir til þess, að klæðið sé gert um svipað leyti og Teiknibókin, en hún er af mörgum talin frá 15. öld. Ekki hef ég komið auga á neitt, sem bendi til að klæðið sé yngra en bókin, og er valt að tíma- setja það nákvæmar, enda mun klæðisins hvergi getið í rituðum heimildum svo gömlum.10 Þó hér sé sagt, að klæði þetta muni vera frá 15. öld, eru til rök, sem benda til eldri róta. í III, sem vafalaust er ekki yngri en frá 13. öld, er eigandi bogans í dæminu um hanann sagður leikari, og eins og segir hér að framan, er líklega átt við fiðluleikara. Ekki þarf að eyða orðum að því, hve frjálslega afritarar fornra handrita fóru með efnið, ekki sízt ef heimildir voru fleiri en ein og þeim bar eitthvað á milli. Nú voru helgisögur ekki fyrst og fremst sagnfræði í augum hinna gömlu ritara, heldur öllu fremur prédikun. Kæmist ritarinn yfir nýjar upplýsingar um söguhetjuna, eitthvað, sem fór í bága við þá sögugerð, sem hann fór eftir, reit hann gjarnan í sína bók það, sem honum virtist þjóna bezt tilgangi sögunnar og hon- um fannst sennilegt. Ritari III hefði getað haft fyrir augum mynd líka 1. mynd á klæðinu og sýnzt maðurinn á henni vera að leika á fiðlu. Öll orðaskipti um sjálfan bogann eiga jafnt við, þótt talað sé u,m fiðluboga, en ekki boga til að skjóta með örvum. Nú þykir mér ekki trúlegt, að ritari III-hafi séð Svalbarðsklæðið, en vel hefði svipuð mynd úr handriti eða á öðru klæði getað borið báðum fyrir augu, ritara sögunnar og konunni, sem saumaði klæðið. Þess má geta, að mér sýnist vera svipur með Jóhannesi á þessari mynd klæðisins og sumum rómönskum Maríumyndum ekki yngri en frá 13. öld. Þess ber að geta, að myndir klæðisins og skreyting hafa ekki verið bornar saman við myndir og lýsingu fornra íslenzkra (né erlendra) hand- rita, en vel má vera, að þar mætti fá mikilsverða vitneskju um aldur klæðisins og eins, af hvaða rótum það er runnið. Myndir úr sögu Jóhannesar postula virðast vera mjög sjaldgæfar á Norðurlöndum, og veit ég raunar ekki um aðrar á þeim slóðum en mynd af Jóhannesi í viðsmjörskatlinum í Ringsaker-kirkju á Heið-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.