Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1963, Side 34
KRISTJÁN ELDJÁRN
ALDARAFMÆLI ÞJÖÐMINJASAFNS
ÍSLANDS
Hinn 24. febrúar 1963 minntist Þjóminjasafn Islands aldaraf-
mælis síns, enda voru þann dag liðin rétt hundrað ár, síðan stifts-
yfirvöldin undirrituðu bréf sitt, þar sem þau fyrir landsins hönd
veita viðtöku 15 forngripum, sem Helgi Sigurðsson, síðar prestur,
gaf sem vísi að forngripasafni á Islandi. Skal hér í stuttu máli rakið,
hvað gert var til að minnast þessa merkisafmælis.
Afmælisrit. Rúmlega mánuði fyrir jól 1962 kom út afmælisritið
Hundrað ár í Þjóðminjasafni eftir Kristján Eldjárn þjóðminjavörð.
Ritið var gefið út af Bókaútgáfu Menningarsjóðs. I því er stutt yfir-
lit um sögu og starf Þjóðminjasafnsins, en auk þess 100 minja-
þættir með myndum af viðkomandi hlut eða safnatriði. Gísli Gests-
son safnvörður tók langflestar myndirnar. Bókin var seld á frjáls-
um markaði eins og hver önnur forlagsbók, en safnið fékk sjálft
nokkurn fjölda eintaka til þess að gefa einstaklingum og stofnunum
í viðurkenningar skyni. Bókinni var vel tekið, svo að ráðizt var í
það, þegar eftir nýárið, að gefa út aðra útgáfu, og er í henni ensk-
ur útdráttur, sem ekki var í fyrri útgáfunni. Seinni útgáfan kom
á markað á afmæli safnsins.
Frímerki. Póst- og símamálastj órnin gerði safninu þá sæmd að
gefa út tvö frímerki í tilefni af aldarafmælinu. Komu merkin út 20.
febrúar. Á öðru þeirra, sem er að verðgildi kr. 4.00, er mynd af
Sigurði málara, gerð eftir olíumálaðri sjálfsmynd hans í Þjóðminja-
safninu, en á hinu, með verðgildinu kr. 5.50, er sýndur útskurður
úr efri kringlu Valþjófsstaðahurðarinnar, sá hluti þar sem riddar-
inn rennir sverði sínu gegnum drekann. Frímerkin tókust vel og
fengu góðar viðtökur.
Minnis'peningur. Að tillögu þjóðminjavarðar tók ríkisstjórnin að
sér að standa straum af minnispeningi, er gerður var í tilefni af-