Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1963, Page 35
ALDARAFMÆLI ÞJÓÐMINJASAFNS ISLANDS
39
mælisins. Gerði hann Harald Salomon yfirmedaljör við Den konge-
lige Mont í Kaupmannahöfn. Peningurinn er úr bronsi, 55 mm í
þvermál. Á framhlið hans er vangamynd Sigurðar málara Guð-
mundssonar, gerð eftir blýantsteikningu hans sjálfs i Þjóðminja-
safninu (mannamyndasafn nr. 4281), og fyrir neðan stendur SIG-
URÐUR GUÐMUNDSSON 1833—1874, en umskriftin er þessi:
ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS 1863—1963. Á bakhliðinni er kringl-
ott skrautverk eftir útskorinni kringlu á spónastokknum Þjms. 26,
Minnispeningur Þjóðminjasafnsins.
sem er einn af hlutum þeim, er Helgi Sigurðsson gaf til stofnunar
safnsins 1863. Umskrift: HELGI SIGURÐSSON GAF FYRSTU
SAFNGRIPINA, en á milli upphafs og endis eru stafir listamanns-
ins H og S (Harald Salomon) settir sem fyrirferðarlítið aðskilnað-
armerki. Peningnum er ætlað að minna á báða helztu upphafsmenn
safnsins þannig, að eðlilegt jafnvægi sé þeirra í milli. Af peningn-
um voru gefin út aðeins 100 eintök, og var hann ekki hafður til
sölu, heldur aðeins til gjafa í viðurkenningar skyni. Fylgir honum
sérprentað skjal til þeirra, sem hann fá.
AfmælishátíS. Sunnudaginn 24. febrúar var afmælishátíðin og
hófst kl. 2 síðdegis með samkomu í hátíðasal Háskóla Islands. Var
þar viðstaddur forseti íslands, ráðherrar, sendimenn erlendra ríkja,
norrænir gestir, er boðið var til hátíðarinnar, embættismenn ýmsir
og aðrir, er safninu standa nærri og boðið hafði verið meðan hús-
rými entist. Hátíðin hófst með því að strengjasveit undir stjórn