Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1963, Side 36
40
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Björns Ólaissonar lék, en síðan tók Kristján Eldjárn þjóðminjavörð-
ur til máls og mælti á þessa leið:
„Hinn 24. febrúar 1863 rituðu stiftsyfirvöldin, þ. e. stiftamt-
maður og biskup landsins, Jóni Árnasyni, bókaverði stiftsbóka-
safnsins, bréf þar sem svo segir:
„Þér hafið í bréfi af dags dato skýrt oss frá, að cand. philosophiæ
Helgi Sigurðsson á Jörfa hafi sent yður ritgjörð, sem hann ætlað-
ist til, að prentuð verði í blöðunum, um þá nauðsyn, sem á því sé að
safna íslenzkum fornmenjum sajnan á einn stað í landinu, og í því
skyni telji hann nokkrar fornmenjar, fimmtán að tölu, sem hann
eigi, og gefi þær jafnframt Islandi, sem fyrsta vísi til safns af ís-
lenzku,m fornmenjum í landinu sjálfu, er geymist undir yfirumsjón
stiftsyfirvaldanna í húsrúmi stiftsbókasafnsins, undir tilsjón bóka-
varðarins. Loksins hafið þér vænzt þess, að gjöfin muni, þegar
fram líða stundir og safnið eflist, verða landinu bæði til sóma og
gagns, og þess vegna vonazt eftir, að stiftsyfirvöldin mundu taka
vel þessu boði.
Þar sem vér nú hljótum að vera á einu máli með gjafaranum,
herra cand. Helga Sigurðssyni, um nauðsyn þá, sem á því er, að halda
saman þeim fáu forngripum, sem eftir eru hér á landi, og teljum
það auðsætt, að sá einasti vegur til þessa sé að safna þeim saman
á einn stað í landinu sjálfu, og að Reykjavík, Imargra hluta vegna,
sé staður sá, er bezt sé til þess kjörinn, skulum vér biðja yður að
votta honum virðingu vora og viðurkenningu um þá ættjarðar- og
fornaldarást, sem lætur sig í ljósi hjá honum í þessu hans hrós-
verða fyrirtæki, og viljum vér engan veginn skorast undan að tak-
ast á hendur þá yfirumsjón með safni þessu, sem hann hefir ætlazt
til af oss, eins og vér líka vonum þess af yður, að þér góðfúslega
viljið taka að yður tilsjónina með safninu og hlynna að því með yð-
ar alþekktu alúð og nákvæmni.
íslands stiftsafntshúsi og skrifstofu biskups,
24. febrúarmánaðar 1863.
Þórður Jónasson Helgi Thordersen".
Bréf þetta er í raun réttri stofnskrá forngripasafnsins, sem nú
heitir Þjóðminjasafn íslands, og því hef ég leyft mér að lesa allt
meginmál þess orði til orðs. Með bréfinu veittu yfirvöld landsins
safninu óskoraða formlega viðurkenningu, og frá þessum stofndegi
eru í dag liðin rétt hundrað ár. í því tilefni hefur yður verið hingað