Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1963, Blaðsíða 39

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1963, Blaðsíða 39
ALDARAFMÆLI ÞJÓÐMINJASAFNS ISLANDS 43 ast sérstaklega þeirra manna, sem stóðu við vöggu stofnunarinnar. Það hlýðir og að minnast í dag þeirra manna annarra, sem verið hafa umsjónarmenn stofnunar vorrar eða forstöðumenn, en nú eru látnir fyrir lengri eða skemmri tíma, þeirra Sigurðar gullsmiðs og fornfræðings Vigfússonar, Pálma skólakennara Pálssonar, Jóns landsbókavarðar Jakobssonar og Matthíasar Þórðarsonar þjóðminja- varðar. Saga safnsins skiptist í tímabil eftir starfstíma þessara manna, og er þó tífmabil Matthíasar Þórðarsonar miklu lengst eða 40 ár. Hann var fyrsti maðurinn, sem tækifæri fékk til þess að helga stofnuninni starfskrafta sína alla, hann lifði það að sjá mesta vöxt hennar og átti raunar mestan þátt í honum sjálfur, sjá safnið verða að raunverulegri þjóðarstofnun, og hann lifði loks það að sjá það flytja inn í sín eigin húsakynni og þar með rætast vonir, sem fædd- ust um leið og safnið sjálft. Hann var löngum einn síns liðs með yfirgripsmikinn verkahring, og saga hans og saga safnsins renna saman í eitt, því að fátítt er, að embættismaður verði eins sam- gróinn sinni stofnun og Matthías Þórðarson var safninu. Matthías Þórðarson stóð fyrir því að halda hátíðlegt afmæli Þjóðminjasafns- ins á 50 ára og 75 ára afmæli þess, og aðeins skorti rúmlega eitt ár til að honum entist aldur að taka með oss þátt í aldarafmæli þess. Hans er í dag minnzt með mikilli virðingu. Ekki verður með sanni sagt, að á veraldlegan mælikvarða hafi verið mikil reisn yfir safninu á fyrstu göngu þess, þegar Sigurður málari og Jón Árnason voru að raða upp fyrstu gripunum á dóhi- kirkjuloftinu, í svolítilli kytru og með tvær hendur tómar. En þeim mun meiri reisn var yfir hugmyndum þeirra um það hlutverk, sem þeir ætluðu þessu fyrirtæki, eins og þeir komust stundum sjálfir að orði. Það sem knúði þá til starfa var ekki sjálfumnæg söfnunarhvöt eða lífsfjarlæg fornaldardýrkun, heldur sannfæring þeirra uím lífsgildi hinna þjóðlegu minja fyrir einstaklinginn og þjóðina í heild. Þeir gerðu sér þess ljósa grein, að hverju fór um þjóðminjarnar, þær streymdu út úr landinu eftir ýmsum farveg- um, eins og fornar bækur vorar höfðu áður gert, og þeir skildu, að til þess að hefta þann straum mundi ekkert duga annað en safn í landinu sjálfu. Engum getur blandazt hugur um, að á þessu sviði náðu þeir settu marki. Mikið afhroð höfðum vér goldið, áður en safnið var stofnað, en getum má leiða að því, hversu farið hefði, ef stofnun þess hefði dregizt, þótt ekki væri nema einn áratug. Menningarsögulegir gripir hafa vitanlega verið fluttir úr landi síð- an, en þó urðu algerð tímæmót á þessu sviði með tilkomu safnsins,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.