Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1963, Qupperneq 43
ALDARAFMÆLI ÞJÖÐMINJASAFNS ISLANDS
47
En þótt hið nýja hús sé þannig mikillar þakkar vert, er því ekki
að neita, að húsnæðismál eru enn nokkurt áhyggjuefni. Listasafn
Islands fluttist inn í hið nýja hús sem ein deild Þjóðminjasafnsins,
en hefur síðan verið gert að sjálfstæðri stofnun, sem ætlaður er
töluvert víður verkahringur. Það verður ekki með sanni sagt, að
nógu gott svigrújm sé fyrir báðar þessar stofnanir í húsinu. Ég þyk-
ist vita, að það sé draumur margra manna, að Listasafnið fái, áður
en mjög langir tímar líða, sitt eigið hús, sem leyfi því fyllilega að
rækja það hlutverk, sem því er ætlað. Þær vonir falla saman við þá
ósk Þjóðminjasafnsins, að fá allt húsið til utnráða, því að ég hika
ekki við að segja, að húsið er ekki of stórt fyrir starfsemi Þjóðminja-
safnsins eins. Ég nefni þessi mál hér, af því að mér er ljóst, að í
nútíma safni verður að vera gott olnbogarými, til þess að hægt sé
að leyfa sér nokkurt frelsi og hreyfanleik. Það má ekki gleymast, að
safn er ekki grafhvelfing, þar sem hlutir eru lagðir á sinn stað til
þess að vera þar óhreyfðir um aldur og ævi. Hófleg tilbreytinga-
semi er nauðsynleg, og hér sem endranær er hinn gullni meðalvegur
æskilegur, hreyfanleiki innan umgerðar, sem er föst og eðli livers
safns leggur til.
Ég vík þá að þeirri skyldu Þjóðminjasafnsins, sem ekki er minnst,
að leitast við að gera verðmætin, sejm það geylmir, fróðlegri og arð-
bærari þjóðinni með vísindalegum rannsóknum. Það liggur í hlutar-
ins eðli, að öll þjóðminjasöfn, eins og flest önnur söfn, verða um leið
rannsóknarstofnanir. Það er beinlínis ekki hægt að reka safn eða
hafa til sýnis, nema að baki standi sérþekking og rannsókn á safn-
hlutunum. En hitt er svo aftur á móti mjög mismunandi, á hvaða
stigi þær rannsóknir standa og hve markvíst er að þeim unnið. Frum-
herjar Þjóðminjasafnsins gerðu sér merkilega vel ljóst, að safnið
hlaut að stefna að því að gera rannsóknir í íslenzkri menningarsögu,
og þeir eiga þakkir skilið fyrir það, að þeir settu þar mark af full-
um metnaði. Alla stund síðan hefur verið leitazt við að láta þetta
merki ekki niður falla, og ber í því sambandi að minnast langrar
og góðrar samvinnu Þjóðminjasafnsins við Hið íslenzka fornleifa-
félag, sem stofnað var til þess að efla fornleifarannsóknir í landinu
og kynna íslenzkar þjóðminjar. Það félag hefur um langan aldur
gefið út Árbók, sem er hið eina íslenzka málgagn fyrir menningar-
sögu með fræðilegu sniði. Þjóðminjasafnið eða starfsmenn þess hafa
alla jafnan verið drýgstir um framlag til þessa rits og hafa beinlínis
haft það fyrir vettvang þeirra fræða, sem safnið er fulltrúi fyrir, og