Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1963, Side 44

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1963, Side 44
48 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS er stundum ekki auðvelt að draga að þessi leyti markalínu milli safns- ins og félagsins. En þó er annað, sem enn rækilegar hefur runnið saman við starf- semi Þjóðminjasafnsins, svo að flestum mun sýnast, að ekki sé unnt að draga þar markalínu milli, og það er embætti og verkahringur þjóðminjavarðar. Lögin um verndun fornminja voru sett árið 1907, og með þeijn var embætti þjóðminjavarðar stofnað. Honum var fyrst og fremst ætlað að annast framkvæmd þeirra laga, sjá um fornleifa- vörzluna úti um landið, en jafnframt var svo á kveðið í lögunum, að hann skyldi veita forngripasafninu forstöðu. Þetta hefur í reyndinni orðið svo, að safnið hefur orðið aðalstarfsvettvangur þjóðminja- varðar, og safnverðir, eftir að þeir komu til sögunnar, hafa verið jöfnum höndum starfsmenn safnsins og fornleifavörzlunnar. Ég tel þetta eðlilega þróun, og vafalítið, að þegar sett verða ný lög um Þjóðminjasafnið, verði svo ákveðið, að það skuli vera alþýðleg fræðslu- stofnun með tilteknum skyldum við almenning, einnig rannsóknar- stofnun á tilteknum sviðum íslenzkrar menningarsögu, og loks að það skuli vera miðstöð fyrir fornleifavörzluna í landinu og beita sér fyrir fornleifarannsóknum. Þjóðminjasafninu hefur löngum verið stjórnað eftir venjum, sem skapazt hafa, og um það er ekki nema gott eitt að segja í sjálfu sér, en ég hygg þó, að það mundi horfa til bóta og leiða af sér markvissari vinnubrögð, ef starfssvið þess yrði endurskoðað með tilliti til nýrra viðhorfa á margan hátt og ná- kvæmar kveðið á um skyldur þess en nú er. Veit ég, að sízt stendur á yfirboðurum safnsins í ríkisstjórn að láta taka þetta mál til athug- unar. Það hefur fallið í minn hlut að veita Þjóðminjasafni fslands for- stöðu á þessum afmælisdegi þess. Mér hefur þótt rétt að gera dag- inn að nokkrum tyllidegi, og ég kann yfirboðurum stofnunarinnar á alþingi og í ríkisstjórn þakkir fyrir að hafa með ljúfu geði veitt brautargengi til þess. En þetta er minningarhátíð, ekki nein sigur- hátíð, hér er engu settu marki náð, þessi dagur er aðeins einn af mörgum í tímans rás, og hversdagsstörfin taka við að honum liðn- um með sínu gamla lagi. Vér minnumst í dag þeirra manna, sem á undan oss fóru og unnu þessari stofnun hvað þeir máttu. En ekki hvað sízt höldum vér þennan dag hátíðlegan fyrir þá sök, að vér trúum því að þessi hundrað ár séu aðeins upphaf að langri sögu, að Þjóðminjasafnið megi í vaxandi mæli verða þjóðarstofnun, þegar stundir líða, að verðmætin, sem það geymir, verði varanleg á nýjum tímum og með nýjum mönnulm. Sú er afmælisósk mín til safnsins á
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.