Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1963, Side 44
48
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
er stundum ekki auðvelt að draga að þessi leyti markalínu milli safns-
ins og félagsins.
En þó er annað, sem enn rækilegar hefur runnið saman við starf-
semi Þjóðminjasafnsins, svo að flestum mun sýnast, að ekki sé unnt
að draga þar markalínu milli, og það er embætti og verkahringur
þjóðminjavarðar. Lögin um verndun fornminja voru sett árið 1907,
og með þeijn var embætti þjóðminjavarðar stofnað. Honum var fyrst
og fremst ætlað að annast framkvæmd þeirra laga, sjá um fornleifa-
vörzluna úti um landið, en jafnframt var svo á kveðið í lögunum, að
hann skyldi veita forngripasafninu forstöðu. Þetta hefur í reyndinni
orðið svo, að safnið hefur orðið aðalstarfsvettvangur þjóðminja-
varðar, og safnverðir, eftir að þeir komu til sögunnar, hafa verið
jöfnum höndum starfsmenn safnsins og fornleifavörzlunnar. Ég tel
þetta eðlilega þróun, og vafalítið, að þegar sett verða ný lög um
Þjóðminjasafnið, verði svo ákveðið, að það skuli vera alþýðleg fræðslu-
stofnun með tilteknum skyldum við almenning, einnig rannsóknar-
stofnun á tilteknum sviðum íslenzkrar menningarsögu, og loks að
það skuli vera miðstöð fyrir fornleifavörzluna í landinu og beita sér
fyrir fornleifarannsóknum. Þjóðminjasafninu hefur löngum verið
stjórnað eftir venjum, sem skapazt hafa, og um það er ekki nema
gott eitt að segja í sjálfu sér, en ég hygg þó, að það mundi horfa
til bóta og leiða af sér markvissari vinnubrögð, ef starfssvið þess
yrði endurskoðað með tilliti til nýrra viðhorfa á margan hátt og ná-
kvæmar kveðið á um skyldur þess en nú er. Veit ég, að sízt stendur
á yfirboðurum safnsins í ríkisstjórn að láta taka þetta mál til athug-
unar.
Það hefur fallið í minn hlut að veita Þjóðminjasafni fslands for-
stöðu á þessum afmælisdegi þess. Mér hefur þótt rétt að gera dag-
inn að nokkrum tyllidegi, og ég kann yfirboðurum stofnunarinnar á
alþingi og í ríkisstjórn þakkir fyrir að hafa með ljúfu geði veitt
brautargengi til þess. En þetta er minningarhátíð, ekki nein sigur-
hátíð, hér er engu settu marki náð, þessi dagur er aðeins einn af
mörgum í tímans rás, og hversdagsstörfin taka við að honum liðn-
um með sínu gamla lagi. Vér minnumst í dag þeirra manna, sem á
undan oss fóru og unnu þessari stofnun hvað þeir máttu. En ekki
hvað sízt höldum vér þennan dag hátíðlegan fyrir þá sök, að vér
trúum því að þessi hundrað ár séu aðeins upphaf að langri sögu,
að Þjóðminjasafnið megi í vaxandi mæli verða þjóðarstofnun, þegar
stundir líða, að verðmætin, sem það geymir, verði varanleg á nýjum
tímum og með nýjum mönnulm. Sú er afmælisósk mín til safnsins á