Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1963, Qupperneq 46
50
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Ágreiningur getur varla verið um það, að þetta er að gerast í heimin-
um um þessar mundir. Um hitt getur mönnum mjög sýnzt sitt hvað,
hvort hér stefni í rétta átt eða ranga. En ef menn á annað borð óska
bættra lífskj ara, ef menn keppa að auknu öryggi, þá virðist þetta leið-
in í þá átt. Það, sem er að gerast í kringum okkur, er að stórveldi efl-
ast, bandalög myndast, olnbogarúm hinna smáu minnkar, skilyrði
þeirra til þess að tileinka sér hlutdeild í framförum skerðast, kæna
smáríkis dregst aftur úr hafskipi stórveldis eða bandalags.
En hvað kemur þetta því við, sem er tilefni þess, að við erum hér
saman komin ? í dag minnast fslendingar aldarafmælis einnar merk-
ustu stofnunar sinnar, Þjóðminjasafns fslands. Þetta safn á fyrst og
fremst að sýna þjóðmenningu íslendinga. Það varðveitir sýnilegar
minjar um það, er gert hefur og gerir íslendinga að þjóð. En nú má
spyrja: Er það svo, að í kjölfar vaxandi alþjóðasamstarfs og minnk-
andi einangrunar hljóti það að sigla, að þjóðir glati sérkennum sín-
um, týni tungu sinni, gleymi sögu sinni, spilli menningu sinni? Það
væri bæði léttúð og barnaskapur að gera sér þess ekki grein, að á
slíku getur verið hætta. En hitt er fjarstæða, að ekki sé unnt að
varðveita þjóðerni og þjóðmenningu í þeim straumi tímans, er nú
rennur og gerir þjóðir heims æ háðari hver annarri á sviði efnahags-
mála og stjórnmála. Máli skiptir hér sem oftar það eitt, sem maður
vill. Sú þjóð, sðm vill varðveita menningu sína og sérkenni, getur
það, hver svo sem hlutur hennar er í samskiptum við aðrar þjóðir.
Er annar tími betur til þess fallinn en aldarafmæli Þjóðminjasafns
íslands, að íslenzk þjóð hugleiði stöðu sína í þessu efni, að hún
minnist skyldunnar við sjálfa sig, er nauðsyn tímans krefst þess, að
hún efli samskipti sín við aðra, að hún hugsi í lotningu til forfeðra
sinna, er hún leitast við að búa í haginn fyrir börn sín? Auðvitað
viljum við vera íslendingar og verða það um aldur og ævi. En verð-
ur það lært betur annars staðar en í Þjóðminjasafni íslands, hvað
það er að vera íslendingur og hvað til þess þarf að geta haldið
áfram að vera það?
Á hundrað ára afmæiisdegi Þjóðminjasafnsins hvarflar hugurinn
til allra þeirra ágætismanna, sem gerðu safnið að þeim fjársjóði,
sem það er. Með djúpu þakklæti minnumst við séra Helga Sigurðs-
sonar, sem gaf stofn að safninu, og forstöðumanna þess, þeirra Jóns
Árnasonar, Sigurðar Guðmundssonar málara, Sigurðar Vigfússonar,
Pálma Pálssonar, Jóns Jacobsonar og prófessors Matthíasar Þórðar-
sonar. íslenzk þjóð stendur í mikilli þakkarskuld við alla þessa menn
fyrir ómetanlegt starf þeirra. Núverandi þjóðminjaverði, dr. Krist-