Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1963, Síða 57
EIRlKSSTAÐIR 1 HAUKADAL
61
a
b
d
Uppdrættir af Eiríksstööum í Haukadal.
a. Uppdráttur Brynjúlfs Jónssonar, birtur aftan við Árbók 1895, gerður án þess
að nokkuð væri grafið í rústirnar.
b. Uppdráttur Þorsteins Erlingssonar, í Ruins of the Saga Time, bls. 56.
c. Uppdráttur Daniels Bruuns, í Fortidsminder og Nutidshjem paa Island, Kbh.
1928, bls. 137, að mestu gerður eftir uppdrætti Þorsteins.
d. Uppdráttur Matthíasar Þórðarsonar, hér dreginn eftir blýantsskissu í minnisbók
hans.
Þess væri óskandi, að fyrstu þrir uppdrættirnir yrðu aldrei framar sýndir í
bókum né til þeirra vitnað, því að þeir eru tvímælalaust rangir, en uppdráttur
Matthíasar i aðalatriðum réttur.
ist mér líklegt, að hér hafi verið tóft né hús; að vísu eru hér 5 koll-
óttar smáþúfur í röð upp og ofan og hin sjötta vestan við hina efstu
eða nyrztu, og sjöunda og áttunda þar sein Bruun hefir álitið vera
vesturhornin eða endana á vesturveggnum, en milli þeirra er alveg
slétt, enginn vottur eftir vegg, og smáþúfurnar að norðanverðu eru
báðar svo lítilfjörlegar, að þær geta ekki talizt neinir vottar um, að
þar hafi verið neinn gaflveggur. Beggja vegna við, og raunar um-
hverfis á alla vegu, er hér fremur blautt og mýrkennt.