Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1963, Blaðsíða 61
ÞÓR MAGNÚSSON
LEGSTEINAR I REYKHOLTSKIRKJUGARÐI
í kirkjugarðinujn í Reykholti í Borgarfirði eru nokkrir 19. aldar
legsteinar af þeirri gerð, sem víða má sjá í kirkjugörðum um Borgar-
f j örð og ef til vill eitthvað í nágrannahéruðum einnig. Steinar þessir
eru flestir úr dökkrauðum sandsteini, en sumir úr grágrýti, þunnar
hellur, sem liggja flatar á leiðunum.
Steinar þessir eru allmerkir, þótt ekki séu þeir gamlir. Þeir eru
allir íslenzkir og gerðir af sömu ætþmönnujn, Húsafellsbændum, af-
komendum séra Snorra Björnssonar. Er því ástæða til að geta þeirra
að nokkru á prenti, þótt æskilegra hefði verið að rannsaka alla leg-
steina, sem til eru af þessari tegund til að fá heildaryfirlit yfir þá.
Myndi þá sennilega margt skýrast, sem nú er óvíst, t. d. hvaða stein-
smiður hefur gert hina ýmsu steina, en höfundarmörk eru einungis
á fáum steinanna í Reykholti.
Legsteinarnir eru margir hverjir illa farnir nú. Steintegundirnar
eru mjúkar og veðrast (mjög, og steinarnir springa auðveldlega í
frostum. Margir þeirra eru brotnir og vantar stykki í suma, og á
aðra verður ekki lesið til fulls vegna þess að þeir eru orðnir urnir
ofan. Vorið 1963 hreinsaði höfundur þessarar greinar steinana að
tilhlutan þjóðminjavarðar, lyfti þeim úr jörðu og raðaði brotunum
saman eftir því sem unnt var, en hætt er við að þeir endist illa og
eyðileggist tiltölulega fljótt, ef ekki verður að gert.
Steinarnir eru af mismunandi stærð. Þykktin er yfirleitt svipuð,
11—13 sm, og allir eru þeir ferhyrndir, en þó kemur fyrir, að önnur
eða jafnvel báðar skanxmhliðar séu bogadregnar. Á neðra borði eru
steinarnir einungis grófhöggnir með meitli, en efra borð hefur verið
sléttað, svo og allar hliðarnar, áður en letrið var höggvið á. Sumir
steinarnir eru ávalir ofan, og í flestum tilfellum er einungis letur á
efra borði, en þó er einnig höggvið letur í hliðar sumra þeirra, svo
sem fram kemur, er steinunum verður lýst hverjum fyrir sig.
G